is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21247

Titill: 
  • Lyklar og völd á víkingaöld til 20. aldar. Fornleifarannsóknir á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ólíkt mörgum gripaflokkum hafa litlar sem engar rannsóknir verið gerðar á lyklum fundnum í jörðu og því lítið til af heimildum um þá, einkum á Íslandi. Miðað við þann fjölda af uppgröftum og rannsóknum sem hafa verið gerðar hafa tiltölulega fáir lyklar fundist og eru þeir oftar en ekki í slæmu ástandi sem hefur gert fræðimönnum erfitt að greina þá almennilega. Lyklar hafa haft mörg hlutverk, allt frá því að vera hversdagslegur hlutur manna til að vernda eigur þeirra til ákveðins valdatákns sem oft hefur verið tengt við stöðu kvenna og annarra sem höfðu ábyrgð í samfélaginu. Um 82 lyklar hafa fundist við fornleifarannsóknir hér á landi í mismunandi samhengjum s.s. í kumlum, sem lausafundir, í öskuhaugum, eða eins og margir þeirra, í klaustrum. Bæði er möguleiki á því að þeir hafi verið smíðaðir hér á landi, þá sérstaklega járnlyklarnir, og einnig að þeir hafi verið fluttir inn mögulega frá Bretlandi og öðrum löndum í N-Evrópu því að góð viðskiptatengsl voru á milli landa í þar s.s. á milli Íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjóð og þýsku Hansakaupmannana sem tóku yfir verslun hér á landi á 16. öld.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Þóra Friðriksdóttir.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna