is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21265

Titill: 
  • Titill er á spænsku La importancia del turismo gastronómico en España. ¿A usted le gustaría saborear España?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í dag er ferðaþjónusta ein af mikilvægustu iðngreinum hins vestræna heims. Samkvæmt IATA (Interational Air Transport Associaton), varð aukning á alþjóðlegum ferðamönnum úr 952 milljónum frá árinu 2009 í 1,3 billjón árið 2014, sem þýðir að árleg aukning nemur um 5,9%. Mörg lönd í hinum vestræna heimi notfæra sér þessa aukningu ferðamanna við uppbyggingu hagkerfisins og má þar nefna Spán fremstan í flokki. Frá því fyrir síðari heimsstyrjöldina og fram til dagsins í dag, hefur ferðaþjónusta verið mikilvæg fyrir hagkerfi Spánar, og má segja að landið bjóði upp á vinsælustu ferðamannastaði í Evrópu. Samkvæmt UNESCO er aðeins tvö lönd sem hafa upp á að bjóða fleiri staði en sem listaðir eru á heimsmynjaskrá. Í samræmi við þá miklu aukningu ferðamanna sem hefur átt sér stað síðastliðna áratugi, hafa rannsóknir á þessum málefnum aukist og hafa hinir ýmsu undirflokkar ferðamennsku orðið til. Meðal þeirra er matarferðamennska, sem nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir og hafa miðjarðarhafslöndin, einkum Spánn, verið hvað mest áberandi varðandi markaðsetningu slíkrar ferðamennsku.
    Í gegnum aldirnar hafa þó nokkrir þjóðflokkar haft áhrif á sögu Spánar, og einnig það sem við þekkjum í dag sem hefðbundinn spænskan mat. En það sem hefur mest áhrif á matarmenninguna er staðsetning landsins, á Íberíuskaganum og nálægð þess við sjó. Þar með er hægt að flokka mataræði spánverja sem svokallað miðjarðarhafsmataræði. Fyrir fjölda ferðamanna, skiptir fæðuframboð á áfangastað sífellt meira máli. Óskir ferðamanna í mat og drykk geta gegnt mikilvægu hlutverki þegar þeir velja áfangastað. Fyrsta verkefni tengt þróun matarferðamennsku á Spáni heitir Saborea España eða Smakkaðu Spán og er megináhersla verkefnisins að kynna fjölbreytni, menningu, sögu og hefðir Spánar, í gegnum matareiðslumenn, matarvenjur og vín landsins. Það sem viðurkennt er sem spænskt mataræði er svo sértakt og áhugavert, að mataræðið sjálft hefur verið skráð á Heimsminjaskrá UNESCO.
    Megintilgangur þessarar ritgerðar er að sýna mikilvægi ferðaþjónustunnar og að það séu til margir og mismunandi möguleikar til að örva ferðaþjónustu í hverju landi. Í verkefninu er Spánn tekið sem dæmi og möguleikar landsins til að auka áhuga ferðamanna á landinu skoðaðir í gegnum rómuða matarmenningu þeirra.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð - Guðrún Líf - final.pdf639.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna