is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21270

Titill: 
  • Efnahagslegt óréttlæti í heiminum: Af siðferðilegri ábyrgð og okkar framlagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um efnahagslegt óréttlæti í heiminum. Gengið er út frá því að allir eigi rétt til mannsæmandi lífs. Eins og staðan er í dag ganga ekki allir einstaklingar heimsins að því vísu að geta satt svengd sína daglega eða lagst til hvílu á öruggu heimili og á mörgum stöðum í heiminum er það regla fremur en undantekning að búa við slíkt óöryggi. Ef allir jarðarbúar hafa rétt til mannsæmandi lífs má ljóst vera að einhverjir hafa skyldum að gegna og eru ábyrgir fyrir því að þeim réttindum sé framfylgt. Hverjir bera þessar skyldur og hvers lags skyldur er um að ræða? Í ritgerðinni verður rætt hverra ábyrgðin sé að takast á við slíkt efnahagslegt óréttlæti og með hvaða hætti? Þá er því velt upp hvað standi í vegi fyrir því að ráðist sé í úrbætur tafarlaust?
    Spurningarnar verða ræddar með kenningar Peters Singer og Thomasar W. Pogge til hliðsjónar. Singer hefur haft mikil áhrif á umræðuna um efnahagslegt óréttlæti um þónokkurt skeið. Í kenningum sínum gerir hann grein fyrir því hvernig hann telur Vesturlandabúa vanrækja verknaðarskyldur sínar gagnvart fátækari þjóðum og sýna þeim áhugaleysi. Thomas Pogge kom fyrir nokkrum árum fram með kenningu sem hefur haft mikil áhrif á umræðuna um efnahagslegt óréttlæti æ síðan. Hann veltir því fyrir sér hvort við séum kannski ekki eins hlutlaus og við jafnan teljum okkur vera og sakar Vesturlandabúa um brot á taumhaldsskyldum sem þeir beri gagnvart fátækum þjóðum. Í leit að svörum verður að auki stuðst við réttlætiskenningu Johns Rawls, leiðbeinanda Pogge, og gagnrýni Uwes Steinhoff á kenningar Pogge verður gerð skil. Loks verða settar fram persónulegar vangaveltur sem snúa að gagnrýni Steinhoff og í kjölfarið verður helstu niðurstöðum vangaveltna um efnið gerð skil.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ritgerd_elin_inga.pdf460.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna