is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21278

Titill: 
  • Styrkleikar og veikleikar í parasambandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um hvaða þættir styrkja parasambönd og hvaða þættir eru líklegir til að ógna slíku sambandi. Markmiðið með þessari ritgerð er að varpa ljósi á þá þætti sem veikja og styrkja hjóna- og parasambönd til þess að skapa þekkingu sem nýtist almenningi og í pararáðgjöf. Ritgerðinn byggir á ritrýndum greinum og fræðibókum. Styrkleikar sem komu fram voru aðarlega í formi jákvæðra samskipta og góðra eiginleika einstaklinga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að parasamband þar sem par hefur lík gildi er líklegra að endast frekar en par sem hefur ólík gildi. Netkerfið facebook er talið geta valdið veikleikum í hjóna og parasambandinu. Rannsókn sem var gerð með stjúpfjölskyldum gerði grein fyrir parasambands erfiðleikum, uppeldisvandamálum og óljósum hlutverkum innan stjúpfjölskyldunnar. Það veikir hjónaband þegar annar aðili innan þess hættir að vera ástfanginn. Það dregur þá úr nánd milli hjóna sem er nauðsynleg til að hjónabandið gangi vel. Gottman gerði líkan sem byggist á fjórum stigum sem skylgreinir fjögur neikvæð hegðunarmynstur sem tengjast og vekja upp mestu áhættu á óhamingju í hjónabandi og skilnaði. óhamingjusöm hjónabönd geta varað lengi vegna skuldbindinga og ábyrgðar. Þessi hjónabönd einkennast oft af slæmum samskiptum. Frá byrjun sambands til ellinnar er hæsta tíðni skilnaða á tímabilinu þar sem foreldrar sjá um ung börn. Rannsókn á orsökum skilnaða hjá aldurshópnum 40 til 60 ára sýndi fram á algengustu þættirnir sem talið var að orsökuðu skilnað voru ofbeldi, kynferðisleg málefni og ólík gildi hjóna. Í meðferð sem notast er við kerfiskenningu er fylgst með samskiptamunstri hjá fjölskyldu. Mun fleiri þættir komu fram sem veiktu para samband heldur en styrkti það. Það bendir til þess að brýn þörf sé á aðferðum pararáðgjafa, sérstaklega aðferðum á borð við lausna miðaða aðferð þar sem gengið er út frá jákvæðu hugafari og styrkleikum sambands.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21278


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Ritgerð í félagsráðgjöf- Lokaskjal.pdf531.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna