Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21280
Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að greina frá og útskýra Söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, þingmanns og formanns Framsóknarflokksins. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er almenn umfjöllun um söguskoðun og sagnaritun. Í honum er farið yfir þá pytti sem ber að varast við sagnaritun og hvernig þjóðernissinnaðir sagnfræðingar og stjórnmálamenn hafa í gegnum tíðina vopnvætt söguna í áróðursskyni. Sagnaritun Íslendinga í um og eftir sjálfstæðisbaráttuna fær sérstaklega mikið vægi í ritgerðinni, vegna þess að hún hefur átt stóran þátt í að móta sjálfsmynd Íslendinga og vísanir í hana eru algengar í orðræðu þjóðernissinnaðra stjórnmálamanna. Þar er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson engin undatekning. Seinni kaflinn snýr að persónu Sigmundar Davíðs og hans hugmyndum um fortíðina. Farið er yfir hvað Sigmundi Davíð og íslenskum samtímasagnfræðingum greinir á um, leitast er við að útskýra hvað veldur ágreiningnum og loks er lagt mat á hvaða áhrif söguskoðun forsætisráðherrans hefur. Helstu niðurstöður gefa til kynna að Söguskoðun Sigmundar Davíðs sé í kjarnann byggð á íhaldsömum hugmyndum um náttúrulega eiginleika íslensku þjóðarinnar. M.ö.o. að Íslendingar búi yfir eiginleikum sem greini þá frá öðrum þjóðum. Þannig eru Íslendingum jöfnuður og eljusemi í blóð borin og þeim eru allir vegir færir ef þeir aðeins standa saman og trúa á eigið ágæti. Að lokum er varað við því að söguskoðun forsætisráðherra geti haft áhrif á stefnumótun með þeim hætti að hvatt verði til einangrunarhyggju og að gagnrýni á innlennd vandamál verði hundsuð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þjóðrækni eining sjálfstæði lokaútgáfa.pdf | 791,83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |