is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21281

Titill: 
  • Aldraðir og áfengissýki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um áfengissýki aldraðra, reynt er að varpa ljósi á hverjar eru helstu ástæður fyrir því að aldraðir þróa með sér áfengissýki og hvort áfengissýki aldraðra hefur verið að aukast hérlendis undanfarin ár og áratugi. Einnig er leitast við að kanna hvort munur sé á áfengisdrykkju aldraðra og yngri einstaklinga þegar litið er til andlegra, líkamlegra og félagslegra þátta. Líf fólks breytist oft mikið þegar það er komið á efri ár. Breytingar verða til dæmis á líkamlegum, félagslegum, fjárhagslegum, umhverfislegum og sálrænum þáttum, auk þess sem starfsgeta aldraðra minnkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmsar ástæður liggja að baki því að aldraðir einstaklingar eiga í auknum mæli við áfengisvandamál að stríða. Þessi ár lífsævinnar eru mörgum erfið vegna breyttra lífsskilyrða, sem lýsa sér í skerðingu á ýmsum lífsgæðum og sökum ástvinamissis, sem algengur er á þessum árum. Aldraðir finna oft fyrir einmanaleika, þunglyndis og annarra sálrænna og líkamlegra kvilla, sem getur orsakað það að þeir fara að neyta áfengis í meira mæli en áður til að bæla niður sálrænan eða líkamlegan sársauka. Ýmis meðferðarúrræði standa öldruðum einstaklingum til boða þegar um áfengisvandamál er að ræða og félagsráðgjafar koma oft að þeim þætti hjá þeim. Helstu niðurstöður þessarar ritgerðar voru að þrátt fyrir aukna tíðni áfengissýki meðal aldraðra þá er þetta vandamál oft á tíðum falið eða horft er fram hjá því og þörf er fyrir snemmtækari íhlutun og forvarnir. Rannsóknir hafa sýnt fram á að þar sem aldraðir eru upplýstir um skaðsemi áfengis skilar það sér í minni neyslu hjá þeim. Það er mikilvægt að upplýsa alla aðila, sem koma að öldruðum, um áhættuþætti áfengissýki hjá öldruðum til að fagfólk verði meðvitaðra um skaðsemi hennar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Jóhannsdóttir BA lokaritgerð 2015 (8).pdf824.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna