is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21283

Titill: 
  • Aldraðir innflytjendur og opinber þjónusta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslenskt samfélag hefur breyst mikið á undanförnum árum og þróast, frá því að vera samfélag þar sem íbúarnir tala allflestir sama tungumálið og hafa svipaðan menningarlegan bakgrunn yfir í fjölbreytt samfélag þar sem einstaklingar hafa ólík móðurmál og fjölbreyttan menningarlegan bakgrunn. Tungumálaörðugleikar og menningamunur gerir innflytjendum erfiðara fyrir en þeim sem fæddir eru hérlendis við að nýta sér ýmsa þjónustu sem þörf er á.
    Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvernig þættir eins og tungumálahindranir og ólíkur menningarbakgrunnur getur haft áhrif á aðstæður aldraðra innflytjenda og samskipti þeirra við þjónustuaðila. Leitast er við að skoða hvað megi mögulega gera betur til að tryggja öldruðum innflytjendum sem besta þjónustu og þá um leið aukin lífsgæði.
    Margir þættir hafa áhrif á aðlögun innflytjenda, bæði einstaklingsbundnir og samfélagslegir. Meðal þeirra þátta er stefna hins opinbera en hún hefur til að mynda áhrif á þá þjónustu sem öldruðum innflytjendum er boðið upp á, svo sem þjónustu félagsráðgjafa ásamt allri annarri öldrunar- og heilbrigðisþjónustu.
    Niðurstöður benda til þess að aldraðir innflytjendur þurfi sérhæfða öldrunarþjónustu. Margir þættir hafa þau áhrif að þessi hópur á í erfiðleikum með að njóta fullnægjandi þjónustu og má þar nefna sem dæmi menningarmun, tungumálaörðugleika og skort á upplýsingum um hvað sé í boði og hvaða rétt viðkomandi á hvað varðar þjónustu á vegum hins opinbera. Þar sem mæta þarf öldruðum innflytjendum með öðrum hætti en þeim innfæddu þurfa félagsráðgjafar og aðrir þjónustuaðilar að beita menningarnæmni og aðlaga nálgun sína að þörfum þeirra, bæði persónulega og faglega.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21283


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf817.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna