is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21286

Titill: 
  • Stjórnsýslulögin og starf félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi heimildarritgerð er lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að skoða starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaganna í tengslum við óskráðar og almennar reglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvaða áhrif hafa stjórnsýslulögin á starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaga? Fer viljinn til þess að hjálpa og lagalegu hliðarnar í starfi félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaganna alltaf saman?
    Í starfi félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaganna gilda ekki aðeins sjónarmið félagsráðgjafar heldur einnig þau fjölmörgu lög og reglur sem um þjónustuna gilda. Þegar starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaganna er skoðað með tilliti til stjórnsýslulaga eru nokkrar almennar og óskráðar meginreglur sem hafa víðtækara gildi en lögin sem félagsráðgjafar verða að tileinka sér í starfi sínu.
    Stjórnsýslulögin hafa mikil áhrif á starf þeirra sem starfa innan opinberrar stjórnsýslu þá ekki síst þeirra sem að starfa í félagsþjónustu sveitarfélaganna. Í stjórnsýslulögum eru almennar og óskráðar megin reglur sem að hafa víðtækara gildi en lögin sjálf. Þessar reglur eru leiðbeiningarskyldan, jafnræðisreglan, rannsóknarreglan og meðalhófsreglan. Félagráðgjöfum er skylt að fara eftir þessum reglum og tileinka sér þær í starfi sínu þegar kemur að málsmeðferðum einstaklinga.
    Félagsráðgjafar sem vinna innan félagsþjónustu sveitarfélaga aðstoða fólk í hinum ýmsu aðstæðum. Í starfi sínu tileinka þeir sér heildarsýn á aðstæðum og leiðbeina fólki til að nýta sér þær bjargir sem eru í boði. Félagsráðgjafar vinna innan ákveðins lagalegs ramma og oft getur myndast togstreita í starfi þeirra milli vilja til að hjálpa og laganna. Stjórnsýslulögin eru mjög stór hluti af starfi félagsráðgjafa sem þar vinna og ber félagsráðgjöfum lagaleg skylda að tileinka sér þær vinnuaðferðir sem stjórnsýslulögin kveða á um. Mótsögn getur komið fram í starfi félagsráðgjafa á málum þar sem viðfangsefni félagsráðgjafa eru aðstæður fólks á hverjum tíma fyrir sig en lagalega hliðin byggir á túlkun laga úr fortíðinni. Það getur því reynst erfitt fyrir félagsráðgjafa í starfi sínu að fylgja öllum hliðum lagarammans sem að snertir viss mál hverju sinni. Félagsráðgjafar verða því að vissu leiti að tileinka sér hugmyndarfræði og leiðir lögfræðinnar í starfi sínu.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf427.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna