is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21289

Titill: 
 • Banaslys í umferðinni: Orsök og afleiðing.
 • Titill er á ensku Fatal Road Accidents: Causes and Consequenses.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða stöðu banaslysa á Íslandi yfir tíu ára tímabil frá árunum 2004–2013. Gerð er grein fyrir hversu margir láta lífið í banaslysum hérlendis, hverjar eru helstu orsakir þeirra slysa sem orðið hafa og hvaða aldurshópur ökumanna er líklegastur til að valda banaslysum. Skoðað er hvaða leiðir eru notaðar á Íslandi til að sporna við banaslysum í umferðinni. Einnig er horft til sorgarferlisins sem verður í kjölfar ástvinamissis. Rannsóknir sýna að það að missa ástvin í banaslysi getur verið erfiðara en að missa ástvin af eðlilegum orsökum og því er kannað hér hvaða aðstoð er í boði fyrir syrgjendur sem verða fyrir skyndilegu áfalli.
  Tvær rannsóknarspurningar eru hafðar að leiðarljósi:
  • Hver er helsta orsök banaslysa í umferðinni á Íslandi?
  • Hvaða aðstoð og íhlutun er í boði fyrir aðstandendur?
  Til að svara þessum spurningum er farið yfir tölfræði banaslysa frá Samgöngustofu, kenningar og greiningarviðmið sem snúa að áföllum og sorgarviðbrögðum. Einnig er fjallað um hvaða íhlutun er í boði fyrir aðstandendur sem missa ástvini snögglega. Notast var við fyrirliggjandi fræðilegar heimildir, bækur, lög og skírslur til að svara rannsóknarspurningunum.
  Niðurstöður leiða í ljós, að ölvunar- og hraðakstur er helsta orsök banaslysa. Einstaklingar sem missa ástvin í banaslysum fá viðeigandi meðferð hjúkrunarfræðings ef komið er með ástvin á sjúkrahús og hann deyr þar af völdum sára sinna. Hjúkrunarfræðingar beina aðstandendum svo annað ef þurfa þykir. Þeir sem missa ástvin í banaslysum sem deyr samstundis fá hins vegar ekki viðeigandi hjálp nema þeir sæki hana sjálfir. Ekki er starfandi skipulagt áfallateymi sem kemur að banaslysi nema í stærri tilvikum. Þegar einstaklingar veikjast andlega vegna áfalla eiga þeir þó veikindarétt samkvæmt lögum.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21289


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrönn Ásgeirsdóttir-new.p%09df642.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna