is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21294

Titill: 
  • Fötluð börn innflytjenda. Tækifæri og ógnir í lífi innflytjendafjölskyldna með fötluð börn.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA- prófs í félagsráðgjöf á félagsvísindasviði í Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð verður fjallað um innflytjenda fjölskyldur sem eiga fötluð börn og hvaða tækifæri og ógnir eru til staðar í samfélaginu fyrir þær. Einnig verða skoðuð þau úrræði sem eru til staðar og hvaða hindranir eru í samfélaginu.
    Innflytjendur og fatlað fólk eru áhættuhópar þegar það kemur að félagslegri einangrun og geta þar með átt erfitt með að verða partur af samfélaginu. Innflytjendur geta átt erfitt með að aðlaga sig að nýju samfélagi þegar flutt er til nýs lands. Tungumálaerfiðleikar og upplýsingaflæði er ein helsta ástæða þess að það á erfitt uppdráttar. Það er mikilvægt fyrir innflytjendafjölskyldur sem eiga fatlað barn að vita hvaða úrræði eru í boði fyrir þær og hvernig samfélagið tekur á málefnum fatlaðs fólks. Í niðurstöðum ritgerðarinnar kom í ljós að á Íslandi er upplýsingaflæði til innflytjenda ábótavant og eru innflytjendur ekki nógu upplýstir um réttindi sín. Þetta væri hægt að laga með auknum rétti til túlkaþjónustu og auknu framboði á íslenskukennslu. Félagsráðgjafar eru í góðri aðstöðu til að hjálpa þessum hópi til þess að verða partur af samfélaginu og finna rétt úrræði fyrir aðstæður þeirra hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21294


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð-MKS6-pdf-skemma..pdf791.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna