is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21296

Titill: 
 • Það hljómar mjög ógáfulega að nýta sér einungis annan helming þjóðarinnar: Þú vilt ekki hafa bara karla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Konur í framkvæmdastjórnum á Íslandi eru einungis 27% á móti 73% karla árið 2015. Því er ljóst að enn hallar á hlut kvenna í framkvæmdastjórnarstöðum.
  Markmið ritgerðarinnar er að skoða hver staða kynjanna er þegar kemur að kynjajafnrétti við stjórnun í atvinnulífinu og hvað einkennir stjórnendur í íslensku efnahagslífi 250 stærstu fyrirtækja á Íslandi árið 2015 og búsetu þeirra.
  Unnið var með gögn sem aflað var úr könnun sem Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir söfnuðu saman um framkvæmdastjórnir 250 stærstu fyrirtækja á Íslandi og lögð var fyrir framkvæmdastjórnir fyrirtækja á árunum 2014 og 2015. Skoðað var hvað einkennir framkvæmdastjórnir.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna hvað einkennir stjórnendur í íslensku efnahagslífi. Konur eru mun færri en karlar í framkvæmdastjórnum fyrirtækja. Konur sem eru í framkvæmdastjórn eru meira menntaðar og á öðrum sviðum en karlar. Á móti eru karlar í hærri stöðum og hafa verið lengur í sínu starfi en konur og hafa oftar unnið sig upp í starfi. Einnig vinna þeir lengur en konurnar og eiga í flestum tilfellum maka sem vinnur styttri vinnudag. Karlar í framkvæmdastjórn eiga einnig fleiri börn og eru ólíklegri til að sinna almennum heimilisstörfum og kaupa síður aðstoð við þrif.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21296


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það-hljómar-mjög-ógáfulega-að-nýta-sér-einungis-annan-helming-þjóðarinnar.pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna