is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21298

Titill: 
  • Spider-Man og smælingjarnir. Rannsókn á lítilmagnanum í ofurhetjumyndasögum frá femínísku viðtökufræðilegu sjónarhorni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er lítilmagninn eins og hann birtist í ofurhetjumyndasögum í gegnum tíðina skoðaður út frá femínísku viðtökufræðilegu sjónarhorni, með því að rannsaka sérstaklega Spider-Man og arftaka hans. Þetta er gert með hliðsjón af textum eftir Patrocinio P. Schweickhart og Roland Barthes um femíníska viðtökufræði og dauða höfundarins. Vægi Peters Parker (hins upprunalega Spider-Man) sem áhrifamikils lítilmagna er skoðað og arftakar hans bornir saman við hann. Hlutverk kvenna eru rannsökuð en auk þess mismunabreyturnar kynþáttur og þjóðerni. Upprunalegu Spider-Man myndasögurnar eru lesnar með tilliti til kenninga Schweickhart um að lesa gegn textanum. Horft er til líffræðilegs arftaka Peters, May Parker, og hvað er líkt ólíkt með feðginunum, en sögur hennar eru skrifaðir í annarri persónu. Áhrifin sem þetta hefur á lesendur af ólíkum kynjum eru skoðuð. Svo er fjallað um bókstaflegan arftaka Spider-Man, en Miles Morales tók við titlinum árið 2011. Fjallað er um áhrif þess á lesendur og annað áhugafólk að Miles Morales er svartur, í samhengi við félagslega stöðu hans sem lítilmagni. Loks eru rök færð fyrir því að Kamala Khan, hin nýja Ms. Marvel, sé raunverulegur arftaki Peters Parker, enda sé hún nútímaútfærsla á sömu erkitýpunni með mun fleiri forsendur fyrir því að vera lítilmagni.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Védís Huldudóttir.pdf996.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna