is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21305

Titill: 
  • Skapandi aðferðir í barnavernd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar heimildarritgerðar eru skapandi og listrænu aðferðirnar tónlist, leikir, sjónlist, leikbrúður og söguhefð. Hugmyndafræði, saga og rannsóknir á þessum aðferðum voru könnuð. Litið var til þess, á hvern hátt þessar aðferðir geta komið að notum, sérstaklega til að hjálpa börnum og hvort þær myndu nýtast í barnavernd. Skoðað var hvort þessar aðferðir gætu hjálpað börnunum að tjá sig og líða betur. Einnig hvernig aðferðirnar hentuðu ólíkum aldurshópum barna. Jafnframt var skoðað hvort það væru einhver ákvæði um rétt barna til lista, leikja og annarra skapandi aðferða í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 18/1992 eða Barnasáttmálanum. Niðurstöður leiddu í ljós að leikbrúður og leikir eiga best við yngri börnin. Sjónlist og tónlist henta fyrir allan aldur en söguhefð eldri börnum. Allar aðferðirnar hjálpa til við að efla einstaklinginn. Einnig kom í ljós að þessar aðferðir virðast ekki hafa verið notaðar markvisst í barnavernd hér á landi. Í Barnasáttmálanum má finna nokkur ákvæði um rétt barna til skapandi aðferða eins og lista og leikja. Alþingi Íslendinga hefur lögfest samninginn og því ber okkur skylda til að fara eftir honum. Það ætti því að nota skapandi aðferðir í barnavernd og í samskiptum við börn almennt til að framfylgja Barnasáttmálanum. Mjög lítið fannst af gagnrýni á aðferðirnar en umfjöllun um þær var yfirleitt mjög jákvæð. Því má telja að það sé full ástæða til að þessar aðferðir verði notaðar meira innan barnaverndar á Íslandi en gert hefur verið hingað til.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21305


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaeintaksgg5.pdf731.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna