is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21309

Titill: 
  • Áfallastreituröskun og vímuefnafíkn: Tengsl áfalla og vímuefnafíknar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Áfallastreituröskun og vímuefnafíkn greinast ítrekað saman. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru tvíröskun áfallastreituröskunnar og vímuefnafíknar gengur verr í meðferð en öðrum og koma verr út andlega og neyslulega séð, ef þeir eru einnig með ómeðhöndlaða áfallastreituröskun. Þessir einstaklingar falla frekar og leita aftur í vímuefni. Jafnframt eru meiri líkur á því þessir einstaklingar hætti í meðferð áður en henni er lokið.
    Heimildarritgerð þessi er lokaritgerð til BA prófs við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands og fjallar um tengsl áfallastreituröskunar og vímuefnafíknar. Gerð verður grein fyrir því hvernig þessum tengslum er háttað, kenningar um viðfangsefnið skoðaðar og fjallað um meðferðar úrræði við röskununum.
    Helstu niðurstöður eru þær að tengsl eru á milli áfallastreituröskunar og vímuefnafíknar, en um er að ræða flókið samband og eingin ein skýring er nóg til þess að útskýra þessi tengsl. Skýringar á sambandi áfallastreituröskunar og vímuefnafíknar eru nokkrar. Til er skýring sem hefur áfallastreituröskun sem aðal röskun, önnur skýring segir að vímuefnafíkn sé aðalröskun og áföll verða vegna áhættuhegðunar sem stafar af vímuefnaneyslu. Enn önnur skýring segir að til séu einstaklingar sem eru viðkvæmari fyrir því að fá raskanir og sjúkdóma af þessu tagi.
    Til að meðhöndla þessa raskanir eru hugræn atferlismeðferð og emdr sálfræðimeðferð ákjósanlegustu kostirnir og hafa rannsóknir almennt staðfest áhrifamátt þeirra.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21309


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áfallastreituröskun og vímefnafíkn - lokaskil pdf.pdf710.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna