is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21315

Titill: 
  • Málsvörn Sókratesar [við dómarana]
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér birtist í íslenskri þýðingu Málsvörn Sókratesar [við dómarana] (gr. Ἀπολογία Σωκράτους [πρὸς τοὺς Δικαστάς]) eftir gríska sagnaritarann Xenófón. Verkið hefur ekki verið þýtt á íslensku áður, svo vitað sé. Í verkinu endursegir höfundur frásögn Hermógenesar nokkurs af varnarræðu heimspekingsins Sókratesar fyrir dómstólum er hann var ákærður fyrir þær sakir að spilla ungviði Aþenuborgar og trúa ekki á guði borgríkisins heldur leiða inn önnur, ný goðmögn að viðlagðri dauðarefsingu í upphafi fjórðu aldar fyrir Krists burð. Jafnframt greinir Xenófón frá samtali Hermógenesar og Sókratesar fyrir réttarhöldin, viðbrögðum Sókratesar eftir þau og skoðunum sínum á bæði málsvörn og sakborningi. Þýðingin nær yfir verkið í heild sinni og er þýdd úr frumtexta þeim sem birtist í Oxford Classical Texts-útgáfunni af verkum Xenófóns í ritstjórn E. C. Marchant en einnig unnin með hliðsjón af enskri þýðingu O. J. Todd í Loeb-útgáfunni, neðanmálsgreinum við hana og skýringum David Konstan í Bryn Mawr-útgáfunni. Við þýðinguna er skýringum þýðanda skeytt inn í neðanmálsgreinum eftir því sem þurfa þykir. Í meðfylgjandi inngangi er fjallað stuttlega um ævihlaup og verk Xenófóns, Sókrates og heimspekilegar samræður Platóns. Þá er gerður samanburður á útgáfu Xenónfóns af varnarræðunni og Málsvörn Sókratesar eftir Platón, sem er töluvert þekktari útgáfa af sömu ræðu. Helstu ágreiningsatriði eru dregin fram með hliðsjón af skrifum ýmissa fræðimanna og rök færð fyrir því að Xenófón sé engu óáreiðanlegri heimild en Platón og reynt að útskýra af hverju misræmið stafar, í þeim tilgangi að sjá hvort þau rök tiltekinna fræðimanna, að frásögn Platóns hljóti að vera í samræmi við hina raunverulegu ræðu, standist nánari skoðun.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Málsvörn Sókratesar [við dómarana].pdf599,16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna