is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21316

Titill: 
  • Hvernig kaupa skal ópíum í Beijing. Marghliða gagnrýni 55 Days at Peking á samskipti milli Kína og Bandaríkjanna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð ætla ég að taka fyrir kvikmyndina 55 Days at Peking og skoða hvernig stjórnmál og heimssaga geta hafa áhrif á ímynd Kínverja eins og hún er framsett í bandarískum kvikmyndum. 55 Days at Peking er tilvalið efni til að skoða í þessu samhengi. Myndin gerist á tímum Boxara-uppreisnarinar í Beijing árið 1900 þegar útlendingahverfið í Beijing var umsetið í 55 daga. Atburðir og samskipti sem áttu sér stað í kjölfar stofnun Alþýðulýðveldisins Kína eru tengdir við atburði kvikmyndarinnar og reynt að túlka hver ímynd Kínverjans er í Bandaríkjunum árið 1963. Skoðuð eru sérstaklega samskiptin á milli Kína og Bandaríkjanna og rætt um vísanir 55 Days at Peking sem ná frá ópíum-stríðunum til ársins 1957. Útfærslan er oft táknræn, þar sem tengdir eru saman atburðir Boxara uppreisnarinnar við samskipti og deilur í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
opiumibeijing-v1.05.pdf246,18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna