Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21317
Þessi ritgerð er lögð fram til BA-prófs í almennum málvísindum á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Umfjöllunarefni hennar er sambandið „geta + hafa“ en lítið hefur verið fjallað um það áður. Í sambandinu felst það að geta tekur sem hjálparsögn með sér nafnhátt sagnarinnar hafa, samanber: „Ég gæti hafa lesið bókina“, annars tekur hún alltaf með sér lýsingarhátt þátíðar. Þetta er einsdæmi meðal hjálparsagna. Reynt verður að varpa ljósi á þróun og uppruna sambandsins með því að skoða rafræn söfn en fyrstu dæmi sem fundust komu upp um miðja 19. öld.
Amast hefur verið við sambandinu og því haldið fram að rétt sé að nota „hafa + getað“ í staðinn. Það kemur hins vegar ekki heim og saman enda víðs fjarri að samböndin merki alltaf það sama. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að kanna merkingu sambandsins „geta + hafa“, m.a. annars út frá háttarsögnum. Rafræn könnun leiddi í ljós að merking sambandsins er síður en svo ótvíræð og virðist geta falið í sér ólíka merkingu, í það minnsta hjá sumum málhöfum. Auk þess bendir tíðniþróun sambandsins til þess að hlutfallstíðni sambandsins „geta + hafa“ hafi upp úr 1940 aukist á kostnað sambandsins „hafa + getað“ sem gefur vísbendingar um að fyrrnefnda sambandið hafi tekið yfir hluta af merkingarsviði þess síðarnefnda.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerd.pdf | 1.18 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |