is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21319

Titill: 
 • Endurkoma starfsmanna eftir langvinn veikindi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hugmyndin að verkefninu varð til eftir að ég lenti í alvarlegum veikindum og fór í gegnum endurkomuferli á vinnustað með aðstoð VIRK – starfsendurhæfingar. Í þessu ferli rakst ég á ýmislegt sem mér fannst að betur mætti fara til að gera ferlið auðveldara. Fór ég því að velta fyrir mér hvernig best væri að standa að ferlinu og hvað það væri sem í raun og veru hefði áhrif á ferlið. Sú staðreynd að á árunum 2003 til 2012 hafa ríflega 7.000 manns fengið sjúkradagpeninga frá VR sýnir að nauðsynlegt er að skoða hvaða þættir stuðla að árangursríkri endurkomu til starfa og hvað fyrirtæki geta gert til að auka líkurnar á því. Hvernig stjórnendur geta tekist á við þessi mál og unnið úr hlutunum með einstaklingnum svo hann geti snúið aftur til vinnu án kvíða og ótta við að vera búinn að gleyma hluta af starfinu sínu, standa ekki undir þeim væntingum sem gerðar er til hans í kjölfar veikindanna, eða hræðast viðbrögð samstarfsfólksins. Við vinnslu ritgerðarinn kom í ljós að þetta málefni hefur lítið verið rannsakað, þó eru líkindi á meðal þess og hvernig eigi að taka á móti og aðlaga útsenda starfsmenn (e. repatriates) hjá fyrirtækjum. Má því nýta sér þau fræði til að búa til áætlun varðandi viðtökur og aðlögun starfsmanna þegar þeir koma aftur til starfa eftir langvinn veikindi. Er því stuttlega fjallað um hvernig eigi að standa að endurkomu útsendra starfsmanna eftir störf erlendis á vegum fyrirtækis. Í framhaldinu verður stuðst við þau fræði, til að mynda áætlun um hvernig sé hægt að standa að endurkomu starfsmanna úr veikindum með hag fyrirtækisins og starfsmannsins að leiðarljósi.

 • Útdráttur er á ensku

  The idea of this project started after I faced a serious illness and had gone through the process of returning to my workplace with the assistant of VIRK-rehabilitation. During the process I came across many events in which I felt that certain things could've been handled differently to make the process easier. I started wondering what would the best way to handle the situation and which things were actually affecting the process. The fact that between the years 2003-2012 there were over 7000 people who had received monthly payments from the union VR due to their incapability to work caused by their illness shows how necessary it is to inspect further what factors contribute to a successful return to the workplace and what businesses can do to increase the chances of the return being a success. How managers can deal with these types
  of situations and work through the obstacles with the individual so he or she can return to work without anxiety and fear of having forgotten a part of their job, not meeting the expectations they're given due to their previous illness or being afraid of how the colleagues will react once he or she returns. While researching materials for the essay I found that this matter has not been widely researched, although there are similarities between those matters and how businesses should handle and adjust repatriates once they return back home after having worked overseas. Those materials can be used as a reference when creating a plan about how the employee should be received and the adjustment
  process he or she needs to go through when returning to work after a long term illness. Due to the similarities between those two topics there is a short chapter which talks about how repatriates should be received after having worked internationally for the company. Following that there will be a chapter where, with looking at the previous topic, there will be a plan which will cover how to deal with an individual returning to work from a long term illness with both the company's and employee's best interests at heart.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf805.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna