is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21320

Titill: 
 • Stjórnun fyrirtækja með starfsmenn sem verktaka
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Efni þessarar ritgerðar er um stjórnun fyrirtækja á fasteignamarkaði á Íslandi með starfsmenn sem verktaka og þann sveigjanleika sem starfsumhverfið hefur, hvatningu og starfsánægju. Fasteignamarkaðurinn einkennist af miklum sveiflum og er háður efnahagsstöðu landsins hverju sinni. Fall bankana og efnahagsafleiðingarnar í kjölfarið höfðu afgerandi áhrif á markaðinn. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: Hafa fyrirtæki á fasteignamarkaði aukið sveigjanleika sinn í kjölfar hrunsins með því að ráða frekar til sín verktaka? Mikill munur liggur í því að vera verktaki eða launþegi á vinnumarkaði, hvort sem litið er starfsumhverfis eða þann mun sem er á réttindum og skyldum. Eftir efnahagshrunið haustið 2008 gengu fyrirtæki í fasteignasölu í gegnum mikla rekstrarerfiðleika þar sem fasteignamarkaðurinn hrundi svo að segja og bjó við frost næstu árin. Það varð til þess að fleiri verktakar voru ráðnir inn sem sölumenn í stað launþega til þess að ráða betur við markaðssveiflur sem einkenndu markaðinn með lægri rekstarkostnaði. Enn í dag eru flestir sölumenn ráðnir inn á fasteignasölur sem verktakar.
  Ritgerðinni er skipt í tvo hluta, annars vegar fræðilegan hluta þar sem sveigjanleiki, hvatning og starfsánægja er skoðuð og hvernig það nýtist stjórnendum í fasteignafyrirtækjum í starfi. Hins vegar rannsóknarhluta þar sem könnun er gerð meðal stjórnenda í fasteignasölu, þar sem starfsmenn eru flestir verktakar. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvaða stjórnunarstíll hentar best í því umhverfi. Gerð var eigindleg rannsókn sem framkvæmd var með viðtölum við sex stjórnendur fyrirtækja á fasteignamarkaðnum og niðurstöður því næst settar í fræðilegt samhengi.
  Niðurstöður leiddu í ljós að fyrirtæki á fasteignamarkaði hafa aukið sveigjanleika sinn með því að ráða frekar til sín verktaka, rekstrarlega séð, með stjórnunarháttum sínum og í starfsumhverfi innan fyrirtækjanna. Niðurstöður sýndu að mikill munur er á stjórnunarstíl stjórnenda í fyrirtækjum á fasteignamarkaði með sölumenn sem verktaka og gera þeir mismunandi kröfur til starfsmanna. Það kom einnig í ljós að flestum stjórnendum fannst vandasamt að halda utan um og stjórna hópnum í heild sinni.

 • The subject of this thesis is the management of companies with employees as contractors in the real estate market in Iceland, the flexibility this working environment has, motivation and job satisfaction. The real estate market is characterized by high volatility and is subject to the economic situation of the country at any given time. The bankruptcy of the banks and the economic consequence had a decisive impact on the market. The research question of the thesis is: Have companies in the real estate market, increased flexibility in the wake of the crisis by rather hiring contractors than permanent employees?
  The paper is divided into two parts, first theoretical part where flexibility, motivation and job satisfaction is viewed and how it benefits the management of real estate companies in their business, secondly research part where a survey is conducted among managers in real estate companies where majority of employees are contractors. The aim of this study is to examine which management style is best suited to this environment.
  The results showed that companies in the real estate market have increased their flexibility by hiring contractors rather than permanent employees. The results showed big differences in management style among companies and companies make different demands on employees. It was also observed that most managers thought it was difficult to keep track of and manage the group as a homogeneous unit.

Athugasemdir: 
 • Læst til 1.4.2016
Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjórnun fyrirtækja með starfsmenn sem verktaka LOK 2106.pdf978.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna