Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21321
Í verkefninu er fjallað um fræðilega þætti framleiðslukostnaðar og kostnaðarstýringar og um það hvernig tölvutækni hefur hjálpað fyrirtækjum að átta sig betur á hvar kostnaður fellur til. Fjallað er um orkukostnað, orkustjórnun og hvaða áhrif innleiðing ISO 50001 orkustjórnunar staðalsins hefur fyrir fyrirtæki.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Promens Dalvík sem er dótturfyrirtæki Promens hf. samsteypunnar, en það er þekkt útflutningsfyrirtæki á plastvörum. Orkukostnaður Promens Dalvík er um 50 milljónir króna á ári og felur verkefnið í sér greiningu á orkunotkun og orkukostnaði fyrirtækisins. Eftirfarandi rannsóknarspurning er sett fram:
• Hvernig er orkumálum hjá Promens Dalvík háttað?
Yfirspurningunni til stuðnings er einnig spurt:
• Hvernig skiptist orkukostnaður Promens Dalvík hlutfallslega árið 2014?
• Hversu vel nýta framleiðsluofnarnir orkuna á hvert kílógramm af hráefni?
• Hver er orkukostnaður við framleiðslu hvers kílógrams af hráefni?
• Er arðbært fyrir Promens Dalvík að fjárfesta í breytingum á framleiðsluofni eitt?
Niðurstaða verkefnisins er sú að úrbóta er þörf við skráningu á fjölda keyrslutíma flestra raforkunotenda hjá fyrirtækinu. Einnig er þörf á kaupum á orkueftirlitskerfi sem mælir fjölda kílóvattstunda fyrir flesta raforkunotendur. Orkukostnaður fyrirtækisins árið 2014 var 48.581.910 krónur og skiptist niður á raforku, olíu og heitt vatn.
Nýting orku á hvert kílógramm af hráefni er betri á rafmagnsofni fyrirtækisins heldur en olíuofnunum. Kostnaður við bræðslu hvers kílógrams er einnig mun meiri hjá olíuofnunum. Arðsemismat á því hvort fjárfesting sem fæli í sér að breyta öðrum olíuofninum í rafmagnsofn gæti borgaði sig fyrir fyrirtækið leiddi í ljós að slík fjárfesting myndi skila jákvæðri niðurstöðu á 15 ára tímabili.
Lykilorð: Orkunotkun, orkustjórnun, orkukostnaður, orkunýting, tölfræðileg greining, ISO 50001.
This thesis discusses theoretical aspects of production cost and cost control, and how technology has helped companies understand and control energy cost more efficiently. Furthermore, this thesis explores energy management and what impact implementing the ISO 50001 energy management standard has for companies. The thesis is done in collaboration with Promens Dalvík ehf. a subsidiary of Promens hf. group.
The thesis analyzes the company’s energy consumption and energy cost. The following research question is presented:
• How is energy affairs in Promens organized?
This entails exploring the following four sub-questions:
• How is the energy cost of Promens Dalvík divided proportionately in 2014?
• How well do the production reactors utilize energy per kilogram of raw material?
• What is the energy cost per produced kilogram of raw material?
• Is it profitable for Promens Dalvík to invest in changing reactor one?
The thesis finds that improvement is needed in logging the energy consumption for most users of electricity. Oil is used for heating two of the production reactors and is the single largest expense in the company’s overall energy consumption. The third reactor uses electricity and is the company’s largest user of electricity. For Promens Dalvík it is more cost efficient to produce its products with the electricity reactor rather than the oil reactors.
Keywords: Energy use, energy management, energy cost, energy efficiency, statistical analysis, ISO 50001.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LOK2106_Þorsteinn_Helgi_Valsson.pdf | 1.39 MB | Lokaður til...01.05.2034 | Heildartexti |