is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21323

Titill: 
 • Áhrif mismunandi próteasa á niðurbrot einangraðra þorskpróteina, andoxunarvirkni og blóðþrýstingslækkandi virkni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Skimun eftir áhrifum mismunandi próteasa á niðurbrot einangraðra þorskpróteina, andoxunarvirkni og blóðþrýstingslækkandi virkni var markmið þessarar rannsóknar. Notuð voru fjögur mismunandi próteinkljúfandi ensím. Þorskprótein ísólat var fengið hjá Iceprotein ehf. og það vatnsrofið með mismunandi ensímum/ensímblöndum við mismunandi aðstæður, eins og breytilega tímalengd við vatnsrof og við mismunandi sýru- og hitastig.
  Valdar vatnsrofsafleiður (fisk prótein hýdrólýsat, FPH) voru skalaðar upp, flokkaðar eftir stærð með himnusíun og úðaþurrkaðar. Þá voru allar vatnsrofsafleiður skoðaðar með tilliti til hlutfalls niðurbrots á próteinum samkvæmt OPA aðferð og var stærð próteina/peptíða afurða greind með SDS-PAGE. Þá var lífvirkni fyrir allar FPH mæld í in vitro prófum. Fyrst í ORAC prófi sem er andoxunarpróf og svo í svokölluðu ACE-prófi sem er notað til að mæla blóðþrýstingslækkandi virkni. Próteininnihald vatnsrofsafleiða var mælt með aðlagaðri Lowry-aðferð (e. modifeid Lowry method, MLM). Amínósýrusamsetning FPH, sem voru skalaðar upp, himnusíaðar og úðaþurrkaðar, var greind með HPLC aðferð.
  Niðurstöður á niðurbroti próteina sýndu að þau voru töluvert mikið niðurbrotin, %DH 19,80 ± 0,17% - 32,03 ± 0,25%, sem staðfest var með próteinrafdrætti. Allar afleiður vatnsrofs höfðu próteinbönd undir 15 kDa að stærð. Heimtur vatnsleysanlegra próteina í vatnsrofsafleiðum voru á bilinu 25,28 ± 1,94% - 38,03 ± 1,35%. Andoxunarvirkni mældist á bilinu 205,7 ± 10,5 μmól TE/g prótein - 1025,8 ± 14,9 μmól TE/g prótein. Blóðþrýstingshamlandi virkni mældist á bilinu 0,096 ± 0,046 IC50 mg protein/mL - 1,428 ± 0,003 IC50 mg protein/mL. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að vel er hægt að vinna FPH sem búa yfir blóðþrýstingslækkandi virkni og andoxunarvirkni, með völdum próteösum og við þær aðstæður sem voru valdar fyrir vatnsrof.

  Lykilorð: Þorskur, Afskurður, Prótein, Hýdrólýsat, Próteasar

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this study was to screen for the effects of isolated cod protein hydrolysis, antioxidant and anti-hypertensive activity, using various protease. Evaluation of cod protein hydrolysates produced with different enzymatic hydrolysis methods, from Atlantic cod (Gadus morhua) cut offs was conducted. After hydrolysis, selected hydrolysates were up scaled, sorted by size membrane filtration and spray dried (F-FPH and G-FPH). Degree of hydrolysis (%DH) was determined for all hydrolysates produced, with the OPA method. Furthermore, all FPHs were tested for bioactivity, antioxidant activity (ORAC-test) and angiotensin converting enzyme inhibition activity (ACE-test). Up scaled hydrolysates were also evaluated in regard to amino acid composition with HPLC. Protein content of produced hydrolysates was measured with modified Lowry method. Also, the size of hydrolyzed proteins were analysed by SDSPAGE.
  Results showed a high degree of hydrolysis in all samples measured
  (%DH 19.80 ± 0.17% - 32.03 ± 0.25%). Percent yield of proteins ranged between 25-38%. The results showed that it is possible to produce FPH with antihypertensive activity and antioxidant activity, with selected proteases under selected circumstances for hydrolysis. Antioxidant activity ranged between 205.7 ± 1.5 μmól TE/g protein – 1025.8 ± 14.9 μmól TE/g protein. Majority of FPH showed angiotensin I-converting enzyme inhibitory activity ranging from 0.096 ± 0.046 IC50 mg protein/mL to 1.428 ± 0.003 IC50 mg protein/mL. The results obtained in the present study indicate the possibility of utilization of cod cut-offs to produce bioactive cod protein hydrolysate by using appropriate proteases.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21323


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Diljá_Lokaútgáfa.pdf1.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna