is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21324

Titill: 
 • Markaðs- og kynningarstarf í samdrætti : eru dagvöruverslanir á Íslandi að haga því samkvæmt ríkjandi hugmyndum markaðsfræðinga?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árangur fyrirtækja stjórnast mjög af því að markaðs- og kynningarstarf þeirra sé skipulagt og vel útfært. Í samdrætti skiptir þetta jafnvel meira máli en þegar vel gengur og erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að samdráttarskeið býður upp á ákveðin tækifæri sem ekki bjóðast í betra árferði. Fyrirtæki sem nýta sér það og halda áfram eða bæta í auka sölu og framlegð til skamms tíma og jafnvel næstu 2-3 árin á eftir. Dagvöruverslanir eru sérstaklega háðar vel útfærðu kynningarstarfi þar sem þar er um að ræða vöru sem auðvelt er að skipta út fyrir aðra og margir mismunandi aðilar eru að selja sömu vörumerkin.
  Það er markmið þessa verkefnis að skoða hvernig verslanir á dagvörumarkaði á Íslandi höguðu sínu markaðsstarfi í samdrættinum sem fylgi fjármálakreppunni 2008 og eins skoða hvort hegðun neytenda hafi breyst í kjölfarið og svo bera ástandið á Íslandi við það sem erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós við svipaðar kringumstæður. Rannsóknin fór fram með viðtölum sem tekin voru við hagsmunaaðila á sölumarkaði, annars vegar frá dagvöruverslunum og hins vegar frá auglýsingastofu.
  Niðurstöður verkefnisins eru að dagvöruverslanir eru að haga markaðsstarfi sínu í samræmi við það sem rannsóknir erlendis hafa gefið til kynna að sé best að gera. Einnig eru vísbendingar um að hegðun íslenskra neytenda á dagvörumarkaði hafi breyst í samdrættinum eftir 2008 með svipuðum hætti og hefur gerst erlendis og rannsóknir þar hafa leitt í ljós.
  Lykilorð: Dagvöruverslun, Markaðs og kynningarstarf, Ísland, Samdráttur, Neytendahegðun

 • Útdráttur er á ensku

  The success of businesses is governed in large part by how they handle marketing and promotion. How this is handled is seldom more important than during recession as research has demonstrated numerous times. Recessions offer special opportunities for businesses that are not present in times of good fortune. Companies that keep up their marketing activities or increase their efforts are rewarded by increased sales during the lean times and up to three years after. The grocery market is especially dependent upon businesses planning and executing their marketing efforts to the highest degree due to the fact that the product they sell is easily replaced by similar products.
  This purpose of this paper is to investigate how grocery stores in Iceland plan and execute their marketing efforts in the recession that followed the financial crisis of 2008 and if their marketing is in step with conclusions from other studies of marketing in recession. Secondary it will attpempt to determine if the Icelandic consumer has changed his behavior in regard to grocery shopping in the recession. The findings are then compared to research carried out abroad in this field to see what is the same and what is different. The research conducted was in the form of interviews with the marketing directors of two major grocery stores and the executive officer of an advertising agency.
  The results are that Icelandic grocery stores do in fact conduct their marketing in accordance with findings of research carried out in other countries after recession. There is also some indication that Icelandic consumers have changed their behavior after the recession and those changes are similar to what has taken place in other countries in recession according to research conducted there.
  Keywords: Grocery stores, Marketing, Iceland, Consumer behavior, Recession

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðsstarf dagvöruverslana í samdrætti.pdf1.76 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna