is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21326

Titill: 
  • Eftirstríðsárakreppan frá 1920 til 1923: Efnahagserfiðleikar hjá ný fullvalda þjóð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Tímabilið frá 1914 til 1923 var lengsta samdráttarskeið Íslands á 20. öld en það hefur verið nefnt haglægðin langa. Þetta langa krepputímabil hefur ekki hlotið sérstaklega mikla athygli í íslenskri hagsögu og því vert að skoða það nánar. Í ritgerðinni verður sjónum beint að síðari hluta tímabilsins sem kalla má eftirstríðsárakreppuna sem stóð frá 1920-1923. Farið er yfir hvers konar kreppur gengu yfir Ísland á tímabilinu. Þá er einnig reynt að varpa ljósi á orsakir þessara miklu efnahagserfiðleika og hvaða áhrif þau höfðu á kjör almennings og helstu atvinnuvega.
    Helstu niðurstöður eru að margþætt fjármálakreppa hafi átt sér stað. Seðlaprentun fyrri heimsstyrjaldarinnar olli verðbólgukreppu. Eftir að stríðinu lauk var raungengi krónunnar svo hátt að gjaldeyrisforði þjóðarinnar tæmdist á skömmum tíma. Í kjölfarið fylgdi gjaldeyriskreppa. Bankakerfið lenti í greiðsluvanda vegna gjaldeyrisskorts árið 1920 svo ríkið þurfti að koma bönkunum til bjargar. Miklar breytingar urðu á bankakerfinu í kjölfar kreppunnar. Forystuhlutverk Íslandsbanka sem stærsti viðskiptabanki og seðlabanki landsins færðist yfir til Landsbankans.
    Árið 1920 hófst verðhjöðnun í helstu viðskiptalöndum sem og á Íslandi svo útflutningsafurðir hrundu í verði. Þetta olli því að fyrirtæki í verslun og sjávarútvegi lentu í miklum rekstrarerfiðleikum en þau voru mörg hver orðin mjög skuldsett þegar verðfallið hófst. Á næstu árum urðu fjöldagjaldþrot í þessum tveimur atvinnugreinum. Afskipti ríkisins af efnahagsmálum jukust verulega í fyrri heimsstyrjöldinni miðað við það sem áður hafði verið. Ríkið var nauðbeygt til að bregðast við takmörkunum á siglingum og taka yfir stóran hluta innflutningsverslunar Íslands. Í eftirstríðsára–kreppunni lagðist ríkið svo í víðtækan stuðning við sjávarútveginn með niðurgreiðslum og ábyrgðum á lánum.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngvarHaraldsson.BA.ritgerð_.pdf929.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna