is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21330

Titill: 
 • Arðsemi fjárfestinga fyrir blönduð bú
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um möguleika blandaðra búa á Íslandi til þess að auka við tekjur sínar. Gerð verður grein fyrir tveimur fjárfestingarmöguleikum. Fyrri möguleikinn er að koma upp heimavinnslu á nauta- og lambakjöti og sá seinni er bygging á fjósi með mjaltarþjóni til þess að auka mjólkurframleiðslu. Með byggingu á fjósi með mjaltarþjóni færist bú úr því að vera blandað bú í að vera sérhæft kúabú.
  Í upphafi ritgerðarinnar verður farið yfir fimm þátta líkan Porters sem notað er til þess að gera markaðsgreiningu fyrir heimavinnslu á kjöti. Því næst verður farið yfir þá fjármálafræði sem notuð er við útreikninga. Fjallað verður um þá búfræði sem tengist efninu og um fólk í landbúnaði, þar sem t.d. aldur og kynjaskipting í landbúnaði verður athuguð. Farið verður yfir forsendur og fjárfestingar sem nauðsynlegar þykja við uppsetningu á heimavinnslu og byggingu á lausagöngufjósi.
  Í lokin eru niðurstöðurnar dregnar saman með það að leiðarljósi að fullnýta þann mannskap sem er til staðar á sveitabæjum landsins.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að fjárfestingar í landbúnaði geta staðið undir sér og hægt er að auka verðmæti landbúnaðarvara með heimavinnslu.
  Lykilorð: Arðsemismat, fimm þátta líkan Porters, mjaltarþjónn, heimavinnsla, landbúnaður.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis deals with the possibility for small mixed farms in Iceland to increase their income. It describes two investment options. The previous option is to establish a home production of beef and lamb and the second is the construction of a new dairy farm with automatic milking system to increase milk production. With the construction of automatic milking system the farm will change from being a mixed farm to a specialized dairy farm. In the beginning of this thesis Porters five forces will be used to identify the market for home production of meat. Then the financial theories that are used in calculations will be reviewed. A discussion will be made about agricultural content that is related to the subject and about the people in agricultur, where
  age and gender distribution will be examined. A budget plan for each option will be made. In the end, the results are summarized with the aim to make full use of the labour that exists on the farm lands.
  The results are that a big investment in agriculture can stand on their own and that it is possible to increase the value of agricultural products through direct selling of home made products.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arðsemi fjárfestinga fyrir blönduð bú 27.apríl 2015.pdf2.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna