Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21332
Fjölskyldu- og parameðferðir eiga sér sögu sem spannar nær 100 ár og innan sögu hennar er upphaf lausnamiðaðrar nálgunar sem hægt er að rekja til ársins 1982. Ritgerð þessi er byggð upp úr heimildum og megin viðfangsefni hennar er lausnamiðuð nálgun og beiting hennar í meðferð með pörum. Með lausnamiðaðri nálgun var farið að horfa á skjólstæðinginn með öðrum augum og einblínt meira á framtíðina frekar en á fortíðina og á lausnir frekar en á vandamál. Gott meðferðarsamband þar sem traust, einlægni og virðing er til staðar er talið vera grundvöllur fyrir árangursríkri meðferð. Rannsóknarspurning í ritgerðinni er: Er lausnamiðuð nálgun hentug í parameðferð? Gagnreyndar rannsóknir á lausnamiðaðri nálgun eru ekki margar, en benda þó til þess að lausnamiðuð nálgun sýni yfirleitt einhvern árangur. Hún fær skjólstæðinga til að opna sig og vinna sameiginlega með meðferðaraðilum. Pör sem fara í meðferð þar sem lausnamiðaðri nálgun er beitt, sýna almennt framfarir og þá einna helst vegna þess að þau átta sig á styrkleikum sínum. Þau velta sér síður upp úr gömlum ósiðum og atvikum, og meðferðaraðili fær þau til þess að vinna saman og þau eflt til árangursríkra samskipta.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA Sigþrúður Birta Jónsdóttir. Lokaskjal..pdf | 669,79 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |