en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/21340

Title: 
  • Title is in Icelandic Körfuboltinn í Garðabæ. Saga körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Saga körfuknattleiks í Garðabæ er ekki löng, spannar rétt rúm 23 ár. En þegar þetta er ritað hefur ótrúlega mikið áunnist í að vinna íþróttinni verðugan sess í bæjarfélaginu. Frá því að vera hornreka, fámenn og lítil deild innan Umf. Stjörnunnar, hefur körfuknattleiksdeildin vaxið upp í að verða ein styrkasta stoð félagsins og eitt af flaggskipum Garðbæinga útávið á íþróttasviðinu.
    Í þessari ritgerð er þróun Körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar rakin, frá stofnun hennar árið 1993 og fram til dagsins í dag. Farið er yfir hvert starfsár deildarinnar og viðburðir og afrek tíunduð. Einnig er greint frá hnignunartímabilinu um aldamótin. Sigrar og sorgir.
    Í þessari ritgerð skipar meistaraflokkur karla öndvegi enda er það sá þáttur starfsins sem er mest áberandi út á við og á sér lengstu söguna. En auðvitað fær kvennakörfuboltinn líka sína umfjöllun og að sjálfsögðu líka barna og unglingastarfið.
    Í fyrsta kafla eru upphafsárin rakin og greint frá þeim erfiðleikum sem deildin átti við að stríða á bernskuárum körfuboltans í Garðabæ. Aðstöðuleysi til æfinga, mannekla og fjárskortur skipta þar mestu. En bjartsýni var ríkjandi og körfuknattleiksdeildin vann sig upp úr 2. deild og allt upp í úrvalsdeild.
    Í öðrum kafla er sagt frá hnignunarskeiði og erfiðleikum sem fylgdu falli meistaraflokks úr úrvalsdeild og niður í 1. deild, þegar jafnvel átti að leggja deildina niður en jafnframt er sagt frá áframhaldandi uppbyggingu deildarinnar og ágætrar frammistöðu yngri flokka.
    Þriðji kafli greinir frá uppgangstímum sem hefjast frá og með árinu 2007. Meistaraflokkur karla vinnur sig upp í úrvalsdeild, vinnur bikarmeistaratitla og berst um Íslandsmeistaratitil og jafnframt er stofnaður er kvennaflokkur sem vinnur sig uppí úrvalsdeild á yfirstandandi keppnistímabili. Þá er og greint frá árangri yngri flokka og drepið á mikilvægi stuðningsmanna körfuboltans.
    Höfundur þessarar ritgerðar þekkir vel til í íslenskum körfubolta, hafandi leikið með liðum í efstu deild og 1. deild um 15 ára skeið, og þar af með Stjörnunni sl. 5 ár.

Accepted: 
  • May 11, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21340


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Körfuboltinn í Garðabæ.pdf2,16 MBOpenHeildartextiPDFView/Open