is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21344

Titill: 
  • Gramsað í Pasolini: Þrjár myndir Pier Paolo Pasolini í ljósi kenninga Antonio Gramsci
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um ítalska kvikmyndaleikstjóran Pier Paolo Pasolini og samband hans við fræðimannin og samlanda Antonio Gramsci. Áhersla verðu lögð á að sýna fram á hvernig skrif Gramsci og kenningar birtast í þremur af kvikmyndum Pasolini. Í upphafi verður gert grein fyrir bakgrunni þeirra beggja í stuttu máli en þar er þar er fyrirferðamest lýsing á helstu kenningu Gramsci og eiginleikum hennar. Sú kenning sem um ræðir byggist á menningarlegu forræði og tekst á við það hvernig ein stétt getur viðhaldið forræði yfir öðrum, meðal annars í gegnum menningarstofnanir.
    Ritgerðinni er skipt í sex kafla; inngang, bakgrunn og kenningakafla, þrjá greiningarkafla og niðurstöðu.
    Þær myndir sem teknar verða fyrir í greiningarköflunum eru Accattone (1961), Teorema (1968) og Salò o le 120 giornate di Sodoma (1975). Með valinu var reynt að skapa sneiðmynd af höfundaverki Pasolini en sjö ár líða á milli framleiðslu hverrrar fyrir sig. Sá heimur sem birtist innan þessara mynda er ansi ólíkur en sýnt verður fram á hvernig kenningar Gramsci birtast á ýmsa vegu í frásögn myndanna.
    Í stuttu máli væri hægt að draga saman greininguna á myndunum þremur saman á þennan hátt: Í Accattone má sjá áhrif menningarlegs forræðis borgarastéttarinnar á lágstéttina. Teorema sýnir afleiðingar menningarlegs forræðis lágstéttarinnar á borgarastéttina og vandamálin sem skapast þegar framleiðslutækin eru færð í hendur verkamannastéttarinar og Saló setur fram ýkta mynd af forræði borgarastéttarinnar þar sem sósíalismi á sér engan samastað. Við greininguna verða nýttar fræðilegar heimildir á borð við yfirlitsrit Robert Simon um Gramsci: „Gramsci's Political Thought: An Introduction“ og bók Naomi Greene um Pasolini: „Pier Paolo Pasolini: Cinema as Heresy“

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21344


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Friðrik-Gramsað í Pasolini.pdf314.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna