Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21351
Þessi ritgerð mun athuga hvort að það sé munur á kynjunum þegar kemur að því að leita sér aðstoðar gagnvart áfengissýki. Fjallað verður um helstu greiningarlíkön sem snúa að áfengissýki og fíkn. Áfengissýki leynist víða og snertir þetta ekki bara einstaklinginn sem er að berjast við áfengissýki heldur í raun fjölskyldumeðlimi, vini einstaklingsins og í raun jafn vel allt samfélagið í heild. Settar hafa verið fram ýmsar kenningar í þessum málaflokki sem ýmist telja að áfengissýki sé eitthvað sem erfist, sé lærð hegðun og fleira. Afleiðingar áfengisneyslu eru ýmsar hvort sem um er að ræða líkamlegar, andlegar, félagslegar eða eitthvað annað, en skoðaðar verða helstu afleiðingar og hvort að það sé kynjamunur þegar kemur að þeim. Fjallað verður um helstu úrræði fyrir áfengissjúka á Íslandi og hvort að það sé tölfræðilegur munur á kynjunum sem leita sér hjálpar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Stefán Örn KárasonBARITGERD.pdf | 697.13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |