is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21355

Titill: 
  • Hið sjálfsprottna Orð. Rússneska framúrstefnan og Majakovskí
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig þýðendur takast á við það verkefni að koma til skila hughrifum og merkingu orða sem skáld finna upp hjá sjálfum sér og eiga sér ekki stað í því venjubundna tungumáli sem þeir annars yrkja á.
    Sérstaklega verður kannað hvernig tekist hefur verið á við þetta verkefni í íslenskum ljóðaþýðingum á verkum rússneska fútúristans, Vladimír Majakovskí.
    Til að gefa gleggri mynd af því samhengi sem þýðingarnar eru unnar í, verður stuttlega gerð grein fyrir þróun fútúrismans sem afsprengi framúrstefnuhreyfingarinnar (fr. avant-garde) í upphafi 20. aldar með áherslu á Rússland og rússnesk skáld. Þá verður skáldskapur og höfundareinkenni Majakovskís könnuð enda þykir hann eitt af höfuðskáldum stefnunnar.
    Tengsl rússneska fútúrismans við íslenskar bókmenntir í upphafi 20. aldar verða reifuð stuttlega og skoðað hvort áhrifa hafi gætt, af hefðarrofi og nýyrðasmíð rússnesku fútúristanna, á íslenska ljóðagerð.
    Loks verður gerð grein fyrir því með hvaða hætti þýðendur takast á við nýtt form ljóðlistarinnar og athugað með hvaða hætti sá nýi orðaforði sem fútúristarnir sköpuðu, kemst til skila í þýðingum, bæði í gegnum hið svokallaða zaúm (rús. заумь; заумный язык) eða yfirskilvitlegt mál og með annarri nýyrðasmíð.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hið sjálfsprottna Orð lokagerð.pdf767,58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna