is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21365

Titill: 
  • Manneskjan á úthverfunni. Um andlitsmyndir Kristínar Eyfells
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á árunum 1976-1998 málaði Kristín Halldórsdóttir Eyfells (1917-2002) sín þekktustu verk. Málverkin eru hluti af myndaröð hennar Famous Faces og eru, eins og nafnið gefur til kynna, andlitsmyndir af frægu fólki. Í verkunum vinnur Kristín með tvö sterk minni; portretthefðina og ljósmyndina. Í ritgerðinni er leitast við að setja verkin í listasögulegt samhengi þar sem gerð er grein fyrir áhrifum módernismans í listsköpun hennar, en í verkunum gætir m.a. áhrifa frá kúbisma, abstraktlist og popplist. Rýnt er í sérkenni andlitsmyndanna en Kristín málar eftir ljósmyndum sem hún finnur í blöðum og tímaritum og gerir að sínum. Málverkin eru tilfinningarík tilraun til að fanga hið óséða, sálina, og útkoman er litrík og kraftmikil túlkun og listræn sálgreining sem sýnir hið innra á úthverfunni. Að endingu eru myndirnar skoðaðar nánar út frá sjónhorni, myndrými, formi og litum en ofhleðsla forma og lita eru einkennandi í málverkum Kristínar. Hún dregur fram andlitsdrætti og sérhverja hrukku með gróteskum hætti og töfrar fram með formrænum hætti persónuleika fyrirmynda sinna þar sem yfirborðinu er flett af.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kristin_eyfells_allt.pdf14.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna