Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21373
Þessi rannsókn er lokaverkefni til B.Ed. prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri og er unnin vorið 2015.
Tilgangur rannsóknarinnar er að leita svara við því hvort íslenskir grunnskólar komi til móts við innflytjendur varðandi ýmsa þætti skólastarfsins.
Markmiðið með rannsókninni var að heyra raddir fólks sem flutt hefur til Íslands annarsstaðar úr heiminum og hefur því ef til vill annarskonar bakgrunn, menningu og siði en þeir sem alltaf hafa búið á Íslandi.
Tekin voru viðtöl við fjórar mæður grunnskólabarna af erlendum uppruna, búsettar á Norðurlandi Eystra. Rætt var um uppruna þeirra og menningu og hvað þær upplifðu að væri líkt og ólíkt í upprunalandi þeirra og á Íslandi. Talað var um tungumál þeirra og hvernig fjölskyldunni gengi að læra íslensku.
Leitað var svara við því hvort þeim fyndist þær standa jafnt að vígi varðandi upplýsingagjöf, almenn samskipti við skólann og virðingu skólans fyrir þeirra bakgrunni og foreldrar barna sem hafa alltaf búið á Íslandi.
Niðurstöður sýna að mæðurnar fjórar eru ánægðar með móttökur, upplýsingagjöf og eftirfylgni. Börn þeirra sem fluttu ung til Íslands voru fljót að læra tungumálið en þegar þau eru komin lengra í náminu þarf að huga að sérhæfðum orðaforða svo sem í náttúrufræði.
Mæðurnar sögðust alltaf geta leitað til kennara eða skóla eftir aðstoð ef á þyrfti að halda, til dæmis vegna ósættis barna eða ef þær skildu ekki eitthvað. Þær fundu ekki fyrir öðruvísi framkomu við sig og innlenda foreldra.
Mæðurnar voru sáttar við kennarana og kennsluna í skólanum. Þeim fannst öllum að grunnskólanám á Íslandi væri afslappaðra heldur en í upprunalandinu, til dæmis miklu minna heimanám hér á landi og meiri tími til að leika sér. Einni móðurinni fannst íslenska skólakerfið ekki gefa nógu mikið rými fyrir öðruvísi uppeldi og öðruvísi kennslu en var samt sem áður ánægð með kennara barnsins síns.
This study is a final project towards a B.Ed. degree at the Faculty of Education at the University of Akureyri, done in the spring of 2015.
The purpose of the study is to ascertain if Icelandic elementary schools are meeting the needs of immigrants in various aspects of the education system.
The goal of the study is to hear the accounts of people who have moved to Iceland from abroad, and come from different backgrounds, cultures and traditions than those that have always lived in Iceland.
Interviews were conducted with the mothers of four elementary school pupils who moved to the north-eastern region of Iceland from abroad. Their origin and culture was discussed, and what they perceived to be different between their country of origin and Iceland. Their language was also discussed, as was the family‘s efforts in learning Icelandic.
We sought to find out if they felt they were on equal grounds with parents who have always lived in Iceland, in terms of information, communication and respect from the school.
The results show that the four mothers were content with the reception, information and follow-up support they received. The children who moved to Iceland at a young age were quick to learn the language, but when they had progressed further with their studies specialized vocabulary, such as in biology, had to be attended to.
The mothers said they could always go to the teachers and the schools for assistance, for example when conflict arose or when they couldn’t understand something. They did not feel they were treated differently from the native parents.
The mothers were happy with the teachers and the education the school provided. They all felt that primary education in Iceland was more relaxed than in their country of origin, for example in regards to homework and time off to play. One mother felt the Icelandic school system didn’t allow for alternative methods of upbringing and education, but she was none the less happy with her child’s teacher.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Ed. ritgerð.pdf | 1,02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |