Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21382
Í þessari ritgerð er fjallað um sálmaskáldið sr. Valdimar Briem (1848 - 1930), prest á Stóra – Núpi í Gnúpverjahreppi. Árið 1898 sendi hann frá sér bókina Davíðs sálmar í íslenzkum sálmabúningi, en þar birti hann sálma sem hann hafði ort út af öllum 150 sálmum Saltarans.
Þessi ritgerð er á sviði áhrifasögu Gamla testamentisins og í henni eru sérstaklega teknir til skoðunar þrír af sálmum Saltarans, sálmar 58, 83 og 109, sem innihalda allir kjarnyrtar bölbænir, og þeir bornir saman við sálmana sem sr. Valdimar orti út af þessum sálmum. Kannað er hvernig hann heimfærir efni sálma Saltarans inn í samtíma sinn á 10. áratug 19. aldar.
Höfuðtilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvernig sr. Valdimar fer með þessar bölbænir í kveðskap sínum, hvort hann reynir að milda þær eða sneiða algerlega hjá þeim og færa efni sálmanna nær sinni kristnu trú og sínum kristna mannsskilningi. Við úrvinnslu á þessum efniðvið er nauðsynlegt að hafa í huga að lífshlaup sr. Valdimars var á köflum varðað erfiðleikum og sorg, sem eflaust hefur haft áhrif á kveðskap hans og þar með á þann boðskap sem hann vildi flytja samtíðarfólki sínu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ritgerdir_forsida_1.pdf | 144.57 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna | |
ritgerdir_titilsida.pdf | 96.77 kB | Opinn | Titilsíða | Skoða/Opna | |
BA 2015 - Efnisyfirlit.pdf | 180.1 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Lokaútgáfa BA ritgerðar vor 2015.pdf | 633.1 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna |