is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21383

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli "Jeg kan ikke huske at vi noen gang ikke har vært venner." Analyse av Per Pettersons roman Jeg nekter, og oversettelse av tre kapittler fra boken
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þetta lokaverkefni er greining á skáldsögunni Jeg nekter, eftir norska rithöfundinn Per Petterson, einnig er þýðing á þremur völdum köflum skáldsögunnar. Bókin kom út árið 2012. Sagan er «polyfonisk» eða margradda og í greiningunni er aðaláherslan lögð á margröddunina. Eftir því sem liðið hefur á samningu ritgerðarinnar hefur greiningin orðið umfangsmeiri, sérstaklega þegar kemur að margröddun.
    Kaflarnir þrír sem þýddir voru eru 29 blaðsíður, bókin öll er 295 blaðsíður. Lögð var áhersla á að halda jafngildi í þýðingunni og að íslenski textinn gegni samsvarandi eða jafngildu hlutverki og frumtextinn. Annars vegar var reynt að halda formlegu jafngildi, «formell ekvivalens», þar sem um er að ræða nákvæmar þýðingar. Hins vegar er um að ræða frjálslegri þýðingar, áhrifa jafngildi, «dynamisk ekvivalens», þar sem lesandinn skynjar hugblæ frásagnarinnar, sérstaklega á það við um lýsingar á vinskap tveggja aðalpersóna skáldsögunnar, en það eru tveir ungir drengir, sem alast upp við erfið kjör úti á landi í Noregi. Vinátta þeirra er aðalþema sögunnar og eru kaflarnir sem þýddir voru sérstaklega valdir með það í huga. Annað þema sögunnar er dregið af nafni bókarinnar, en það er afneitun. Nokkrar persónur sögunnar afneita sínum nánustu í bókinni.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Kristín Guðmundsdóttir.pdf956.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
BA Kristín Guðmundsdóttir Viðauki.pdf20.34 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna