is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21388

Titill: 
  • Ást og erótík. Mannskilningur í ástinni og samband hinna tveggja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Er ástin dulræna aflið í heiminum – eða alheimslögmálið? Er hún „andinn eilífi“ sem færir allt úr stað – eða truflar hún jafnvægi tómsins og gerir hjörtu okkar óróleg? Síseró sagði: „ekkert er ofviða þeim sem elskar“ – en er það kannski manninum ofviða að elska, í samfélagi markaðslögmála og sjálfsdýrkunar?
    Í þessari ritgerð er ástarsambandið skoðað út frá nokkrum kunnum fyrirbærum í heimspekinni: ódauðleikanum, sannleikanum, kynjamismun, verunni, erótík og visku. Hvað er í húfi og hverju er fórnað? Hefur heimspekin vanrækt sambandi hinna tveggja? Hugað er að tiltekinni spennu innan heimspeki ástarinnar sem rekja má til tvíhyggju-hefðarinnar og karllægs sjónarhorns. Í því samhengi er ástarræða Díótímu í Samdrykkjunni tekin til skoðunar með sérstöku tilliti til skrifa Luce Irigaray, Sigríðar Þorgeirsdóttur, svo og hugmynda Lou Andreas-Salomé, í tengslum við kvenleika og erótíska visku. Færð eru rök fyrir því að það sé hinn sem við þráum, það sé hin veran sem gerir okkur kleift að stíga út fyrir okkur sjálf, sjálfhverfu okkar – og inn í aðra hugveru. Í því ferli búi ein sterkasta (lífs)hvöt mannsins og án innri raunveruleika beggja kynjanna verður mannskilningurinn ákaflega fátæklegur og byggir á útilokun og bælingu annarrar sjálfsverunnar. Páll Skúlason sagði að viskunnar væri hvergi meiri þörf en í málefnum ástarinnar. Er kannski líka meiri þörf á erótískri visku?

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín Karólína Helgadóttir_BA_heimspeki_2.pdf450.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna