is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21390

Titill: 
 • Skuldabréfavafningar. Misheppnuð tilraun til að auka skilvirkni á markaði?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru skuldabréfavafningar (e. collateralized debt obligation, CDO), notkun þeirra hérlendis og síðan þáttur þeirra í efnahagskreppunni sem hófst í lok árs 2008.
  Skuldabréfavafningar eru háþróaðir fjármálagerningar sem búnir eru til svo hægt sé að mæta greiðslufallsáhættu (e. credit risk) sem útlánaaðili stendur frammi fyrir vegna mögulegs greiðslufalls mótaðila síns. Þeir búa yfir fleiri kostum, svo sem að auka fjármögnunarmöguleika fyrirtækja, þeir geta haft áhrif á eiginfjárhlutföll og hægt er að hagnast á þeim o.fl.
  Skuldabréfavafningar léku stórt hlutverk í þeirri efnahagskreppu sem reið yfir heiminn í lok árs 2008. Upphaf hennar má rekja til galla í þeim strúktúr sem myndast hafði utan um gerð og eftirlit með þessum vafningum. Upp var kominn umboðsvandi (e. agency problem) þar sem lánveitendur létu milligönguaðila sjá um lánveitingar á fé sínu til lántakenda. Áhættan sem þessum strúktúr fylgdi var stórlega vanmetin sem olli því að flestir stærstu fjárfestar heims áttu mikið í skuldabréfavafningum og hafði fall þeirra því gríðarleg kerfislæg áhrif. Vafningar þessir komu ekki bara við sögu erlendis heldur höfðu þeir einnig hlutverki að gegna hér á Íslandi rétt fyrir upphaf efnahagskrísunnar.
  Í ritgerðinni verður reynt að skoða hvort skuldabréfavafningar séu tilraun sem hafi mistekist eða hvort þeir eigi enn upp á pallborðið á fjármagnsmörkuðum heimsins. Ef svo á að vera þá þarf eftirlit með þessu kerfi, þar sem fjármögnun fer fram utan hins hefðbundna bankakerfis, að vera hert og gagnsæi þessara flóknu vafninga þarf að vera útgangspunktur við gerð þeirra.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skuldabréfavafningar - Lokaskil - PGJ.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna