is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21394

Titill: 
 • Áhrif barneigna á starfsframa. Viðhorf meistaranema á Félagsvísindasviði
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist jafnt og þétt síðustu ár, ekki bara á Íslandi heldur einnig í flestum öðrum löndum. Konum í stjórnunarstöðum og öðrum ábyrgðarstöðum hefur einnig fjölgað. Á sama tíma hefur fæddum börnum á hverja konu farið fækkandi. Það er ýmislegt sem bendir til þess að barneignir og jafnvel fjöldi barna hafi áhrif á starfsframa kvenna og jafnvel karla líka. Tölur sýna að þrátt fyrir miklar umræður, aukna vitundarvakningu, lagasetningar, fjölgun háskólamenntaðra kvenna og aukins feðraorlofs hefur fjölgun kvenna í stjórnunarstöðum og öðrum ábyrgðarstöðum verið minni en vonast hafði verið til. Þrátt fyrir þær breytingar sem nú þegar hafa átt sér stað í ytra umhverfi virðist vera erfitt fyrir konur að standa jafnfætis körlum þegar kemur að starfsframa. Staðreyndin er sú að það eru og verða ávallt konurnar sem ganga með börnin, fæða þau og að öllum líkindum eru þær einnig sá aðili sem sér um að sinna frumþörfum hins nýfædda barns að minnst kosti fyrstu vikurnar í lífi þess.
  Markmið þessarar rannsóknar er að skoða hvort að talið sé að barneignir og það að eiga börn hafi áhrif á starfsframa fólks eða áhrif á markmiðasetningu þess þegar kemur að því að klífa valdastiga innan fyrirtækja. Í upphafi verður fræðileg umfjöllun um starfsframa og þann hluta vinnumarkaðarins er snýr að jafnrétti kynjanna með áherslu á fjölskylduaðstæður. Að því loknu verður gert grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar og þær tengdar við fræðin og íslenskar aðstæður. Rannsóknin byggir á megindlegri aðferðafræði þar sem lagður var fyrir spurningalisti sem nemendur í Breytingastjórnun á meistarastigi Viðskiptafræðideildar við Háskóla Íslands svöruðu í tíma.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að það hallaði á konur þegar kom að barneignum og starfsframatengdum markmiðum. Jafnvel þótt konur hafi staðið sig vel þegar kemur að leikreglum sem settar hafa verið til að flýta þróuninni bæði er viðkemur jafnrétti og er varðar fæðingarorlof þá má segja að þeim miði hægt en örugglega áfram í átt að jafnrétti. Á meðan verið er að loka jafnréttisbilinu lítur út fyrir að starfsframaklifur kvenna muni reynast erfiðara en karla.
  Lykilorð: starfsframi, glerþakið, glerhurðin, glerrúllustiginn, barneignir, fæðingarorlof, jafnrétti.

 • Útdráttur er á ensku

  The participation of women in the workforce has steadily increased in recent years, not only in Iceland but also in many other countries. The number of women in managerial positions as well as other senior positions has also increased. Similtaneously, the number of births per woman has declined. There are various indications that suggest that pregnancy, as well as the number of children being cared for, has a direct effect on the careers of both women and men alike. Statistics show that despite much debate, greater awareness, changes in legislation, a higher number of University-educated women and an increase in paternity leave, the amount of women in managerial and other senior positions is still less than had been hoped. Despite the changes that have already occured in legislation, it continues to prove difficult for women to be on an equal footing with men when it comes to their careers. The fact remains that it is now and will always be women who carry a child, give birth and, in all likelihood, will also be the ones to take responsibility for the needs of a newborn child, at least for the first few weeks of its life.
  The aim of this study is to examine whether or not pregnancy and having children affects a person’s career or career ambitions within their company. To begin with, there will be a theoretical discussion on careers and the part that the labour market has to play in addressing gender equality with regards to families. Following this, the results of the study will be analysed and the results will be looked at in relation to a theoretical analysis and the situation in Iceland. The study is based on quantative methodology following the results of a questionnaire that was filled out during a lecture by students of Change Management studying master’s level Business Studies at the University of Iceland.
  The results of the study indicate that women are adversely affected by pregnancy with regards to their career goals. Although women have benefitted from the current laws that have been implemented in an attempt to accelerate progress both concerning gender equality and maternity leave, it could be said that progress has been steady but slow in the direction of equality. Whilst efforts are being made to close the gap in gender equality, it looks as though the career advancement of women is set to remain more difficult than that of men.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif barneigna á starfsframa_Viðhorf meistaranema á Félagsvísindasviði.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna