is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21395

Titill: 
  • Titill er á þýsku „Deutsche Arbeitskräfte für Island“. Akkulturation und Identifikation anhand der Erfahrung einer ehemaligen Landarbeiterin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lögð fram til B.A.-prófs í þýsku við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Ritgerðin skiptist í þrjá meginhluta: Fyrst er sagt frá ráðningu rúmlega 300 Þjóðverja hingað til lands árið 1949. Skortur var á vinnuafli í sveitum landsins og því tók Búnaðarfélag Íslands til þess ráðs að leita út fyrir landsteinana eftir vinnufólki. Fjallað er um tildrög og fyrirkomulag ráðninganna og gefinn gaumur að líkindum þýska vinnufólksins á Íslandi og hinum svokölluðu „Gastarbeiter“ í Þýskalandi. Vinnufólkið, sem í flestum tilvikum var aðeins ráðið til eins eða tveggja ára, settist hins vegar margt hvert að hér á landi til frambúðar og eiga hér fjölmarga afkomendur.
    Nú á seinni árum hefur lítið verið fjallað um þennan atburð og komu þessa fólks, sem mögulega má álíta fyrsta skipulagða hóp innflytjenda á Íslandi á okkar tímum, hingað til lands. Í ritgerðinni er leitt líkum að því að það stafi af því hve fljótt og vel aðlögun þess að íslensku samfélagi gekk fyrir sig. Í tengslum við það komum við að öðrum hluta ritgerðarinnar sem fjallar um aðlögun og sjálfsvitund innflytjenda. Fjallað er um mismunandi aðferðir aðlögunar út frá aðlögunarlíkani Berry en auk þess er skýrt frá hlutverki sjálfsins eða sjálfsvitundarinnar (Identität) og þeim breytingum sem kunna að verða á henni hjá innflytjendum.
    Í þriðja og síðasta hluta ritgerðarinnar er sagt frá viðtali höfundar við þýska konu sem kom til Íslands sem vinnukona árið 1949 og hefur búið hér alla tíð síðan. Reynsla hennar og upplifun er sett í samhengi við þær kenningar sem áður höfðu verið til umfjöllunar og komist að þeirri niðurstöðu að hún hafi aðlagast eftir svokölluðu samþættingaferli (Integration) sem felur í sér samsömun við báða menningarheima, þ.e. viðleitni til að aðlagast nýrri menningu og siðum, ásamt því að viðhalda upprunalegri menningu. Auk þess má fullyrða að bæði lönd og þ.a.l. báðir menningarheimar eigi hlut í sjálfsvitund hennar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A.-ritgerð (þýska).pdf714.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna