is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21396

Titill: 
  • Tónlistarveitur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða vægi og veltu tónlistarveita hérlendis sem og á alþjóðavísu og varpa ljósi á starfsemi og virkni hennar í heimi stafrænnar tónlistar. Rýnt verður í kosti, galla og ávinning sem tónlistarveitur kunna að hafa í för með sér. Farið verður yfir erlendar rannsóknir og tölfræði ásamt því að framkvæma rannsókn þar sem einstaklingar úr íslenskum tónlistariðnaði voru spurðir út í þá möguleika og hindranir sem tónlistarveitur hafa í för með sér fyrir íslenska tónlistarmenn. Með því er reynt að svara rannsóknarspurningunni um hvaða ávinning og hindranir tónlistarveitur kunna að hafa fyrir íslenska tónlistarmenn. Byrjað verður á að skoða mikilvægi tónlistar ásamt sögu hennar og upphaf á Íslandi, síðar verður rýnt í þær breytingar sem eru að eiga sér stað í iðnaðinum og viðskiptamódel tónlistarveitunnar Spotify kynnt þar sem hún nýtur sívaxandi vinsælda og notkunar. Erlendar rannsóknir og tölulegar upplýsingar verða loks skoðaðar ásamt túlkun á svörum úr gerðri rannsókn og að lokum verða kynntar niðurstöður ritgerðarinnar. Höfundur vill skoða hvaða möguleika og tækifæri gætu hugsanlega verið af slíkri starfsemi og meta ókosti og hindranir hennar. Helstu niðurstöður voru þær að tónlistarveitur eru að bjóða upp á aukna tekjumöguleika með litlum breytilegum kostnaði, stærri mörkuðum og breiðari aðdáendahóp. Hinsvegar er íslenskur markaður lítill, samkeppni um athygli neytenda er mikil og tekjurnar eru enn lágar. Viðskiptamódel tónlistarveitanna eru í harðri samkeppni við ólöglegt niðurhal og mikið kappsmál að auka áskrifendur svo tónlistarmaðurinn fái greitt fyrir framlag sitt.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Arnar Jónsson.pdf1.59 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna