is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21398

Titill: 
  • Leikir sem hræða: Sérkenni og möguleikar hryllingstölvuleikja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru hryllingstölvuleikir skoðaðir til að varpa ljósi á eiginleika þeirra og sérkenni. Upplifun af spilun leikjanna er skoðuð með það að markmiði að gera grein fyrir því hvernig hryllingsleikir skapa ótta á annan hátt en þekkist í bókmenntum og kvikmyndum.
    Ritgerðinni er skipt í tvo hluta: Í þeim fyrri er saga fyrstu tveggja áratuga hryllingstölvuleikja skoðuð út frá tengingum hryllingsleikja við hina eldri miðla bókmenntir og kvikmyndir. Í seinni hlutanum er tölvuleikurinn Call of Cthulhu: Dark Corners of the Earth tekinn til nánari greiningar. Hann er byggður á smásögunni „The Shadow over Innsmouth“ eftir H. P. Lovecraft sem hefur einnig verið aðlöguð sem hryllingsmyndin Dagon. Tölvuleikurinn er borinn saman við hin tvö verkin til að varpa ljósi á sérkenni tölvuleikjamiðilsins þegar kemur að því að valda ótta.
    Hugmyndir um óumflýjanleg tengsl miðla eru hafðar í huga og notaðar til að skoða sögu og þróun hryllingsleikja. Áhrif eldri miðla á tölvuleiki hafa verið mjög umdeild og hafa margir kallað eftir auknum hreinleika tölvuleikjamiðilsins, þar á meðal þegar kemur að hryllingstölvuleikjum. Þessar hugmyndir eru skoðaðar í seinasta hluta ritgerðar og reynt er að svara því hvort hryllingsleikjum sé best borgið án áhrifa eldri miðla.

Samþykkt: 
  • 11.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21398


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞT - Kápa.pdf161.22 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Titilsíða.pdf6.54 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Thordur Tryggvason-2.pdf497.82 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna