Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21409
Þessi ritgerð fjallar um hvernig kyn í máli, bókmenntum og samfélagi kemur fram og hagar sér. Horft verður til þess hvernig höfundur forðast að kyngera sögupersónur í máli og stíl í skáldsögunni Bettý eftir Arnald Indriðason en í henni er kyn sögumanns hulið í fyrri hluta bókarinnar. Til þess að slík aðferð gangi upp þarf meðal annars að sneiða hjá því að nota orð sem kynbeygjast svo sem nafnorð og lýsingarorð og í enskum textum þarf að sneiða hjá eignarfornöfnum.
Ritgerðin hefst því á að fjallað verður um kyn í tungumáli og bókmenntum í fyrsta kafla. Annar kafli fjallar um samanburð á Bettý og annarra bóka þar sem sambærilegum aðferðum er beitt við að hylja, skrumskæla eða villa fyrir um kyn í bókmenntum. Í þriðja kafla verður fjallað um samanburð tveggja hluta Bettýar þar sem mismunurinn á frásögninni í þeim – kyn sögumanns dulið ~ kyn sögumanns ljóst – gerir það kleift að skoða málfræði- og stílfræðileg atriði innan bókarinnar – í sama umhverfi, með sömu persónum og svo framvegis. Einkum verður fjallað um ólíka notkun lýsingarorða en borin eru saman lýsingarorð sem notuð eru um tvær meginpersónur sögunnar – sögumann og Bettý. Ein af niðurstöðum þess samanburðar er að það er áberandi munur bæði á fjölda lýsingarorða sem notuð eru um sögumann annars vegar og persónuna Bettý hins vegar og mismunur á því til hvaða eiginleika er verið að vísa.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ba ritgerð_asag_Kynlegur sögumaður.pdf | 949,5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |