en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21413

Title: 
 • Title is in Icelandic Samræðusiðfræði í leikskólum
Submitted: 
 • May 2015
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Samræðusiðfræði er heimspeki- og málvísindaleg kenning um siðfræði sem Jürgen Habermas hefur tekið hvað mestan þátt í að búa til. Hún fjallar um hvernig er hægt að finna gildi siðaboða með siðferðilegri rökræðu sem allir sem eiga hlut að máli hafa
  aðgang að.
  Þessi ritgerð til BA-prófs í Heimspeki fjallar um hvernig hægt er að nýta kenningu Habermas um samræðusiðfræði í leikskólum. Skyggnst verður í meðal annars í Aðalnámsskrá leikskóla og athugað hvaða áherslur eru þar hvað varðar siðfræðikennslu. Umræða um siðfræðikennslu í leikskólum virðist þá vera af skornum skammti, sérstaklega hvað varðar opinbera stefnumótun, en þessi ritgerð er innlegg í þá umræðu.
  Skoðaðar verða tvær hugsanlegar leiðir til að nýta sér samræðusiðfræði í leikskólum. Önnur leiðin snýr að almennri samræðu kennara og barna og samræðusiðfræði nýtt sem leiðarljós fyrir kennara þegar þeir eiga í samskiptum við börn. Lögð verður áhersla á að minnka markmiðabundin samskipti en auka samskipti sem miða að sameiginlegum skilningi. Hin leiðin nýtir sér aðferð Matthew Lipman, heimspeki fyrir börn (P4C), sem er víða um heim notuð til að kenna börnum heimspekilega og rökræna hugsun. Sú aðferð snýst
  að miklu leyti um samræðu kennara og barna og færð verða rök fyrir því að nota megi aðferð Lipmans til að auðvelda notkun á samræðusiðfræði í leikskólum.

Accepted: 
 • May 11, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21413


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Samræðusiðfræði í leikskólum - Kolbjörn Ivan Matthíasson.pdf249.06 kBOpenHeildartextiPDFView/Open