is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21416

Titill: 
 • Hver yrðu áhrif sameiningar Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar á þjónustu og stjórnsýslu?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í verkefninu er leitað svara við því hver áhrif sameininga sveitarfélaganna Strandabyggðar, Reykhólahrepps og Dalabyggðar hefði á stjórnsýslu og þjónustu við íbúa. Einnig er skoðaður sá möguleiki að Kaldrananeshreppur og Árneshreppur gangi inn í sameininguna.
  Í rannsókninni er bæði eigindlegum og megindlegum aðferðum beitt.
  Farið er yfir sögu sveitarfélaga á Íslandi og hlutverk þeirra. Skoðuð eru helstu verkefni sveitarfélaga og tekjustofnar. Fjallað er um sögu sameininga sveitarfélaga á Íslandi og efling þeirra með auknum verkefnum. Skoðaðar eru rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum sameininga og sérstaklega litið til lýðræðis og stjórnsýslu, fjárhagslegra áhrifa og áhrif sameininga á þjónustu við íbúa. Einnig eru lagðar fram tilgátur um sameiningu umræddra sveitarfélaga.
  Farið er stuttlega yfir sögu sveitarfélaganna sem um ræðir og helstu staðreyndir ásamt atvinnu á svæðinu. Stjórnkerfi sveitarfélaganna er lýst og rekstur sveitarfélaganna er einnig skoðaður. Í sérstökum kafla við hvert sveitarfélag er farið yfir rekstur málaflokka og kostnað íbúa vegna þeirra. Farið er yfir þá þjónustu sem þau veita og samvinnu þessara sveitarfélaga sem á sér nú þegar stað. Gert verður ráð fyrir að Kaldrananeshreppur og Árneshreppur gangi inn í sameiningu og gert verður stuttlega grein fyrir þeim. Einnig eru birtar niðurstöður úr viðtölum við sveitarstjórnarfólk og sveitarstjóra. Að lokum er gerður samanburður á nýju sameinuðu sveitarfélagi bæði fjárhagslega miðað við óbreytt ástand og sett fram tillaga að bættri þjónustu.
  Niðurstöður benda til að ekki er að vænta mikillar rekstrarlegrar hagkvæmni með sameiningu sveitarfélaganna Strandabyggðar, Rekhólahrepps og Dalabyggðar. Höfundur telur að þjónusta verði meiri við íbúa en að slíkt sé framkvæmanlegt án sameininga. Það er vert að skoða betur möguleika sem felast í samvinnu umræddra sveitarfélaga áður en lengra er haldið.

 • Útdráttur er á ensku

  This project is a research on the impact of local services and administration in Strandabyggð, Reykhólahreppur and Dalabyggð would amalgamate. The possibility that Kaldrananeshreppur and Árneshreppur would also is taken to consideration. These five municipalities are on the western side of Iceland and all have small population.
  In his study there are used both qualitative and quantitative methods.
  The history of municipals in general are discussed and the history of municipal amalgamations in Iceland. Researches that have been made on the impact of mergers are looked at and specifically looked for impact on democracy and governance, economic impact and the impact of mergers in services to the residents.
  There is a brief introduction of the municipalities that are concerned and their occupational factors, local government are decrypted as well as their committees. The municipalities are compared and special attention is given to already existing cooperation between these municipalities. Proposals are set forth on how to optimize service factors and financial factors in the main fields and a proposal is made for a new executive municipal management.
  Results indicate that it is not expected high operational efficiency by merging the municipalities in Strandabyggð, Rekhólahreppur and Dalabyggð. The author believes that the service will be better for the residents, but this is feasible without amalgamation. It is important to look more closely at the potential of cooperation of these municipalities.

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21416


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Benediktsdóttir_lok0146.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna