Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21419
Tilhneiging fólks til að dæma aðra eftir útliti eða útlitseinkennum getur orðið til þess að staðalímyndir verða til og algengt er að búin sé til einfölduð mynd af tilteknum hópum. Fordómar gagnvart minnihlutahópum eins og svörtu fólki, samkynhneigðum og einstak¬lingum sem tilheyra ákveðnum trúarhópum eru algengir og geta þeir haft verulega neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra sem fyrir þeim verða. Niðurstöður rannsókna sýna m.a. fram á tengsl skynjaðra fordóma við þunglyndiseinkenni, streitu, háþrýsting og kransæðastíflu.
Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf gagnvart núverandi og fyrrverandi neytendum ólöglegra vímuefna. Hannaður var spurningalisti með átján spurningum sem 556 aðilar svöruðu. Í ljós kom að konur telja sig frekar haldnar fordómum en karlar og að mestu fordómarnir eru á Austurlandi en þeir minnstu á Vesturlandi. Meirihluti þátttakenda er þeirrar skoðunar að örvandi vímuefni séu verri en róandi og fleiri aðilar telja neytendur örvandi efna vera hættulega. Flestir telja vímuefnaneytendur ekki vera frábrugðna öðru fólki en þó eru þeir almennt taldir óáreiðanlegir. Einnig kom í ljós að fyrrverandi neytendur ólöglegra vímuefna eru oftast ekki taldir hættulegir eða óáreiðanlegir og flestum þykja þeir eiga skilið annað tækifæri.
Í framtíðarrannsóknum væri gott að reyna að ná til breiðari hóps þátttakenda. Einnig væri vert að gera könnun meðal neytenda og þeirra sem hætt hafa neyslu og skoða hvaða viðhorf þeir upplifa frá samfélaginu. Mikilvægt er að draga úr neikvæðum viðhorfum gagnvart minnihlutahópum, en aukin fræðsla til fagstétta og almennings gæti hjálpað til við það.
People‘s tendency to judge others by their looks or appearance can lead to stereotyping and oversimplified ideas about specific groups are common. Prejudice against minority groups such as blacks, gays and people of certain religious groups is prevalent and can have a very negative impact on the physical and psychological well-being of the victims. Research shows correlation between perceived prejudice and symptoms of depression, stress, hypertension and myocardial infarction.
The purpose of this study was to investigate the attitudes towards present and former users of illicit drugs. A survey with eighteen questions was designed, which 556 people answered. The study showed that women are generally more prejudiced than men and participants in Austurland had most prejudices but participants in Vesturland the least. The majority considered abuse of stimulants worse than abuse of sedatives and most participants also consider stimulant users dangerous. The majority regards substance users as no different from other people but they are generally considered irresponsible. The study also showed that most people think that former users deserve another chance and they are usually not considered dangerous or irresponsible.
Future studies should consider trying to reach out to participants from a more diverse background. It would be interesting to make a survey among substance users and those who have quit using illicit drugs to see how they perceive the attitudes towards them from society in general. It is important to uproot and reduce negative attitudes towards minority groups and it might be possible to do so by educating the public about these issues.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viðhorf til vímuefnaneytenda.pdf | 744.33 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |