is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21421

Titill: 
 • Svo allir vegir verði færir. Skynjun kvenna á hjálplegum og erfiðum áhrifaþáttum á fæðingarreynsluna
 • Titill er á ensku Being capable of anything. Women's perception of helpful and challenging factors on birthing experience
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur og mikilvægi: Fæðingarreynslan getur haft djúpstæð og langvarandi áhrif á líðan kvenna, sérstaklega ef illa gengur. Með því að rýna í og skoða skynjun þeirra á fæðingarreynslunni og greina hvað þeim fannst hjálplegast og hvað erfiðast í reynslu þeirra gefur ákveðnar vísbendingar um áhrifaþætti sem vinna mætti frekar með við þróun þjónustu og þekkingar. Þetta er mikilvægt viðfangsefni sem nýtist í þeim tilgangi að skilja, skilgreina og skoða nánar þætti er hafa áhrif á líðan kvenna og til þess að huga enn betur að þeirra velferð.
  Tilgangur og markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að vinna úr svörum eftirfarandi spurninga og var leitast við að greina hvaða þættir voru hjálplegir og hvaða þættir voru erfiðir í fæðingarreynslu þátttakenda.
  1. Hugsaðu nú um fæðinguna í heild sinni og veltu fyrir þér hvað þér fannst hjálpa
  mest við að takast á við fæðinguna. Skrifaðu niður þau 4 atriði sem fyrst koma
  upp í hugann og sem þér finnst hafa verið hjálplegast til að takast á við
  fæðingarreynslu þína.
  2. Hugsaðu nú um fæðinguna í heild sinni og veltu fyrir þér hvað þér fannst erfiðast
  að takast á við fæðinguna. Skrifaðu þau 4 atriði sem fyrst koma upp í hugann og
  sem þér finnast hafa verið erfiðast við fæðingarreynslu þína.
  Gögnin sem unnið var með voru hluti af stærri rannsókn leiðbeinanda höfunda, Hildi Sigurðardóttur, ljósmóður og lektors við Háskóla Íslands.
  Aðferðir: Gagnasöfnun fór fram í mæðravernd á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjunum árið 2012. Rannsóknin byggðist á bæði megindlegum og eigindlegum spurningum og flokkaðist úrtakið undir þægindaúrtak. Í þessum hluta úrvinnslu var notast við eigindleg gögn eða svör kvenna við opnum spurningum. Notast var við svör 124 kvenna þrátt fyrir að rannsóknin sjálf hafi náð til breiðari hóps. Konurnar voru á aldrinum 22-41 og voru allar fjölbyrjur.
  Niðurstöður: Greind voru ákveðin þemu sem þóttu lýsandi fyrir reynsluheim kvennanna en þemun eru: verkirnir, verðlaunin í lokin, mænurótardeyfing - sending beint frá himnum, öndunartækni, slökun, fæðingarlaug, missir á stjórn, langur tími, jákvæð hugsun og skynjaður stuðningur frá maka, móður og ljósmóður.
  Ályktanir um niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar samræmdust ágætlega því sem greint hefur verið frá í fræðilegum heimildum.
  Lykilorð: hjúkrun, ljósmóðir, eigindleg rannsókn, fæðingarreynsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Background and importance: The experience of childbirth can be emotionally challenging, specifically if the experience was difficult or traumatic. By exploring and reflecting on women's perception of the birthing experience as well as evaluating what was most helpful and most challenging, it is possible to recognise influencing factors to work further on in developing services and knowlegde in this field. This is an important subject that can be used to understand, define, and further investigate what factors influence women’s perception and experience of childbirth and effects on their well-being.
  Objective: The purpose of this thesis is to evaluate and analyze qualitative data collected by the questions presented here below. By using this data it becomes possible to identify what factors are helpful and what factors are difficult in childbirth.
  1. Think about your child's birth and consider what you thought was the most
  helpful factors to get through. Please write down 4 things that come to your
  mind and you consider as the most helpful ones to get through this experience.
  2. Think about your child's birth and consider what you thought was the most
  difficult factor of the experience. Please write down 4 things that come to your
  mind and you consider as the most challenging ones about the experience.
  The data in this thesis are secondary from a larger research. The research was performed by the authors supervisor, Hildur Sigurðardóttir, midwife, and assistant professor at the University of Iceland.
  Methods: The data was originally collected in prenatal care at health care centers in the Capital area in Iceland and the Southern peninsula in the year of 2012. The research was both qualitative and quantitative. The sample was a convenience sample. In this thesis the qualitative data was used and analyzed. The participants of this part of the study were 124 multiparous women in the age group 22-41.
  Results: Certain themes were thought to be descriptive for the experiences of the participants. The themes are: pain, the reward at the end, epidural – an angel from above, breathing technique, relaxation, birthing pool, loss of control, prolonged labour, positive thinking and perceived support from a loved one or a midwife.
  Conclusion: The results of this research confirmed previous academic resources.
  Key words: nursing, midwife, qualitative study, birth experience

Samþykkt: 
 • 11.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21421


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svo allir vegir verði færir. Skynjun kvenna á hjálplegum og erfiðum áhrifaþáttum á fæðingarreynsluna.pdf551.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna