Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21423
Andleg líðan barna og unglinga hefur farið versnandi með árunum. Þar geta margir þættir haft áhrif og ef ekki er hugað að þeim geta afleiðingarnar orðið alvarlegar. Talið er að um eitt af hverjum fimm börnum þurfi á sérfræðiaðstoð að halda vegna alvarlegra andlegra vandamála en einungis hluti þeirra fær þá aðstoð sem þau þurfa. Skólinn er talin vera kjörinn vettvangur fyrir inngrip til að bæta líðan þeirra og hefur núvitund reynst vel í því samhengi. Núvitund getur haft jákvæð áhrif á líðan og félagsfærni, auk þess sem hún getur kennt börnum að verða rólegri og meðvitaðri um það sem er að gerast í kringum þau.
Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif núvitundar á líðan barna á miðstigi í grunnskóla. Börnin fengu átta vikna kennslu í núvitund (n=122) en til samanburðar var notaður annar grunnskóli sem fékk áfram hefðbundna lífsleiknikennslu (n=115). Gerðar voru mælingar fyrir og eftir núvitundarkennslu og mæld voru sjálfsálit, hamingja, gengi í skóla og einkenni þunglyndis og kvíða. Niðurstöðurnar lofuðu góðu en þær sýndu marktæka lækkun á kvíðaeinkennum auk hækkunar á sjálfsáliti og gengi í skóla. Hinsvegar voru niðurstöður á þunglyndi og hamingju ekki marktækar, en þörf er á fleiri rannsóknum hér á landi.
Í framtíðarrannsóknum væri gott að notast við stærra úrtak með fleiri grunnskólum eða skipta nemendum tilviljunarkennt í hópa. Núvitund virtist ná vel til barnanna og flest þeirra vildu að kennslan héldi áfram.
Children’s and adolescent mental health has been declining through the years. There are many possible factors influencing this progress that need to be considered to prevent severe consequences. Approximately one out of every five children is considered to fulfill the criteria for mental disorder and is in need of psychological assistance, but only few get the assistance they need. Elementary schools would be the ideal place for interventions to improve children’s wellbeing. Researchers have proven mindfulness to be effective in this aspect, for example improving wellbeing and social skills. Using mindfulness can make children calmer and more conscious about their surroundings.
The goal of this research was to explore the impact of mindfulness on children’s (9-13 year old) wellbeing. For eight weeks a mindfulness class was added to the school schedule for the experimental group (n=122), while the control group received regular lessons (n=115). Children answered questionnaires, before and after the interventions, regarding self-esteem, happiness, school performance, and symptoms of depression and anxiety. The experimental group showed significant reduction of anxiety symptoms, increased self-esteem and better school performance. No difference was found in depressive symptoms and happiness, therefore further research is needed in Iceland.
Future research in this regard should use larger sample with more than two elementary schools or use randomized control trial. The children seemed to like mindfulness and most of them wanted to continue the lessons.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Núvitund.pdf | 657,49 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |