is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21433

Titill: 
  • Hvað er jákvæð forysta?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangur ritgerðarinnar er að svara spurningunni; hvað er jákvæð forysta? Og um leið að kanna hvernig hægt sé að tengja hana við hvatningu með nýtingu styrkleika einstaklinga og teymis á vinnustað. Til þess er stuðst við nýja nálgun á jákvæðri sálfræði.
    Gerð verður grein fyrir lykilatriðum jákvæðrar forystu sem og gerð grein fyrir helstu kenningum fræðanna um jákvæða sálfræði. Markmiðið er að skrifa ekki einungis lýsandi ritgerð heldur einnig greinandi ritgerð þannig að lesandinn fái innsýn í þau verkfæri sem hægt er að nota til þess að hampa styrkleikum starfsfólks og ná þannig fram því besta í fari þess. Tenging jákvæðrar sálfræði og jákvæðrar forystu við hvatningu á vinnustað þar sem byggt er á styrkleikum einstaklinga byggir á niðurstöðum rannsókna sem sýna að í þeim skipulagsheildum þar sem áhersla er lögð á að hvetja til jákvæðra samskipta geta áhrifin af þeim komið á óvart. Mikilvægt er að setja slík áhrif í samhengi við jákvæða forystu sem felur í sér sanna leiðtoga. Vellíðan á vinnustað er flestum, ef ekki öllum, hugleikin og í heimi þar sem hraði er mikill er mikilvægt að skapa umhverfi sem er eftirsóknarvert að starfa í og þannig bæði ná í og jafnframt halda í besta starfsfólkið. Þannig ná fyrirtæki verulegu forskoti á samkeppni þar sem mannauðurinn skiptir mestu máli.
    Niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á að þar sem jákvæðri forystu er beitt á vinnustað, þar sem áhersla er lögð á hamingju og velferð og þar sem einstaklingur fær tækifæri til þess að starfa í eigin flæði og blómstra, hefur stór áhrif á jafnt andlegt og líkamlegt heilsufar einstaklinga. Jafnframt sýna niðurstöður að í teymi þar sem hlúð er að jákvæðri orku í umhverfinu og þar sem leiðtogar leggja áherslu á að hjálpa einstaklingum að verða meðvitaðir um og nýta styrkleika sína, er verið að byggja upp jákvæð samskipti sem skila teyminu og skipulagsheildinni árangri og samkeppnislegu forskoti á markaði. Það er því ljóst að til mikils er að vinna ef leiðtogar skipulagsheilda tileinka sér jákvæða forystu við uppbyggingu á árangursdrifnu teymi.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað er jákvæð forysta.pdf861,53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna