Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21435
Ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað ört síðustu ár. Frá árinu 2000 hefur fjöldi erlendra ferðamanna meira en þrefaldast. Í kjölfarið hefur hótelum einnig fjölgað hér á landi sem hefur leitt til þess að eftirspurn eftir hótelstjórum hefur aukist.
Tilgangur rannsóknarverkefni þessu var að leita svara við hvaða bakgrunn og hæfni íslenskir hótelstjórar þurfa að hafa til þess að ná árangri í starfi, og hvaða leiðir þeir fara til þess að þróa stjórnendahæfni sína. Markmiðið með ritgerðinni er að hún nýtist aðilum sem vilja verða hótelstjórar í framtíðinni.
Rannsóknin er eigindleg og því áherslan lögð á gæði fremur en magn við öflun gagna. Tekin voru viðtöl við hótelstjóra á fimm stærstu hótelum Íslands miðað við herbergisfjölda í þeim tilgangi að fanga mismunandi viðhorf þeirra til menntunnar, reynslu og hæfni.
Helstu niðurstöður eru þær að ekki er gerð krafa á einhverja eina sérstaka menntun fyrir hótelstjóra til þess að ná árangri í starfi. Öll menntun talin gagnleg. Meirihluti viðmælenda mældu þó með iðnnámi eins og þjóninum. Líklega verður gerð meiri krafa í framtíðinni á að hótelstjórar séu með menntun í hótelstjórnun. Starfsreynslan skiptir hins vegar miklu máli og er það líklega reynsla sem kom viðmælendum í stöðu hótelstjóra. Mikilvægt er fyrir hótelstjóra að búa yfir félagslegri hæfni ef árangur skal nást í starfi. Við þróun stjórnendahæfni nota flestir viðmælendur hvort tveggja formlegar og óformlegar leiðir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hulda Sesselja Sívertsen.pdf | 634,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |