is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21437

Titill: 
  • Gæðaár og velferð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við hagfræðilegt mat á heilbrigðisþjónustu eru svokölluð gæðaár (quality-adjusted life years, qaly) notuð sem mælikvarði á þann ábata sem af heilbrigðisþjónustu hlýst. Nánar tiltekið er gert ráð fyrir að gæðaár endurspegli áhrif heilsu á velferð og að mat á hversu mörgum gæðaárum heilbrigðisúrræði bæta við líf sjúklinga megi nota til að bera saman ábatann sem af úrræðunum hlýst. Matið á gæðaárum er þá hægt að nota í kostnaðarnytjagreiningu til að bera saman hversu skilvirk heilbrigðisúrræði eru með því að reikna út hversu mikið þau gæðaár, sem mismunandi úrræði veita, kosta.
    Gæðaárakvarðinn byggir á því að draga megi ályktanir um áhrif heilsu á velferð af vali fólks á milli mismunandi heilsuferla, t.d. tíu ára við skerta hreyfigetu eða þriggja ára með töluverðan kvíða. Í þessari ritgerð eru færð rök fyrir því að góð ástæða sé til að efast um að val fólks endurspegli velferð þess því val fólks geti byggt á röngum upplýsingum eða röngum ályktunum auk þess sem val fólks ræðst af fleiru en væntingum þess um velferð. Bent er á að ef nota eigi gæðaárakvarðann sem mælikvarða á áhrif heilsu á velferð verði að vera ljóst hvað átt sé við með „velferð“ og að sýna verði fram á að hann mæli í raun og veru velferð í þeim skilningi. Jafnframt eru færð rök fyrir því að þeir kostir gæðaárakvarðans að hann byggi á viðhorfum almennings og leyfi fullkominn samanburð verði aðeins metnir í samhengi við það hversu vel hann mælir það sem honum er ætlað að mæla.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mab27-BA_ritgerd.pdf431.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
mab27-kapa.pdf161.23 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna