is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21438

Titill: 
  • Bólusetning gegn inflúensunni á Íslandi. Kostnaðarvirknigreining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inflúensan er algengasta sjúkdómsmynd sýkinga á meðal mannkynsins og orsakast stór hluti dauðsfalla í heiminu af henni. Til að sporna við þessu hefur almenningur verið hvattur til að láta bólusetja sig gegn inflúensunni en með bólusetningu er hægt að draga úr smithættu og fylgikvillum sem inflúensunni fylgja. Inflúensan leggst þó þyngst á þá sem eru berskjaldaðri gagnvart henni eins og aldraðir, börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma og þungaðar konur. Sóttvarnarlæknir og Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) hafa lagt áherslu á að hvetja þá sem eru í áhættuhópi til að bólusetja sig og hafa sett þau fyrirmæli að áhættuhópar njóti forgangs og geti fengið bólusetninguna sér að kostnaðarlausu.
    Markmið þessarar ritgerðar er að framkvæma kostnaðarvirknigreiningu til að meta hvort að bólusetning gegn inflúensunni á Íslandi sé þjóðfélagslega hagkvæm. Til að leggja mat á samfélagslegan kostnað er tekið tillit til kostnaðar við innkaup á bóluefninu Vaxigrip® ásamt þeim kostnaði sem lagður er til vegna bólusetningarinnar eins og aðföng og laun hjúkrunarfræðinga. Til að meta fórnarkostnað tíma er tekið tillit til launa á almennum vinnumarkaði. Þá er einnig litið til kostnaðar vegna spítalainnlagna, notkun sýklalyfja og framleiðslutaps vegna fjarveru frá vinnu. Til að kanna hagkvæmnina við bólusetninguna er notast við stigvaxandi kostnaðarvirknihlutfall (ICER) þar sem kostnaður á hvert áunnið lífsgæðavegið lífár (QALY) er metinn. Í niðurstöðum er gert ráð fyrir 3% afvöxtun en gerð er næmisgreining á mismunandi afvöxtunarstuðlum ásamt öðrum forsendum sem ástæða þykir að skoða næmni fyrir.
    Kostnaðurinn við að bólusetja gegn inflúensunni á Íslandi er 5.085 krónur á hvern einstakling og er gert ráð fyrir að áunnin lífsgæðavegin lífár séu 0,0004. Niðurstaða greiningarinnar er sú að kostnaður á hvert lífsgæðavegið lífár er 12.712.000 krónur sem bendir til þess að bólusetning gegn inflúensunni er kostnaðarhagkvæm miðað við kostnaðarviðmið sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur gefið út.

Samþykkt: 
  • 12.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf2.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna