Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21439
Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein og fjölgar ferðamönnum mikið á milli ára. Þessi mikla aukning ferðamanna hefur leitt til aukins kostnaðar, til dæmis á innviðum ferðaþjónustunnar. Mörg lönd hafa tekið upp á því að innheimta sérstaka ferðaþjónustuskatta til að fjármagna þennan aukna kostnað.
Í þessari ritgerð er skoðað hvaða áhrif skattahækkanir hafa á komur erlendra ferðamanna. Farið verður yfir algengustu form ferðaþjónustuskatta en ferðamenn þurfa að standa straum af ýmiss konar sköttum og gjöldum á ferðalagi sínu.
Til að kanna árhrif skattahækkana á komur ferðamanna er skoðuð teygni eftirspurnar. Erlendar rannsóknir sýna að teygni eftirspurnar eftir helstu ferðaþjónustuafurðum er óteygin. Í ritgerðinni er farið yfir hvaða áhrif skattahækkanir á íslenska gistiþjónustu hafaá komur erlendra ferðamanna hingað til lands. Það kemur í ljós að ferðamönnum fækkar þegar skattar eru hækkaðir en sú fækkun er ekki mikil ef miðað er við þá fjölgun sem hefur verið á milli ára.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð Hagfræði.pdf | 908.36 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |